Landsbyggðin sameinist gegn höfuðborginni.

Þessi mikli niðurskurður sem kemur að "sunnan" á eftir að leika landsbyggðina grátt ef af verður. Stór hluti þessara hundruða starfsmanna sem eiga eftir að missa vinnuna kæra sig ekki um að vera á atvinnuleysisbótum lengi og heldur suður á bóginn að finna sér vinnu.

Er eitthvað hægt að gera til að snúa þessari þróun við?

Menn geta svosem skrifað þingmönnum kjördæmisins opið bréf og beðið þá um töfralausnir, en eru virkilega einhverjir sem trúa því að núverandi stjórnmálaflokkar komi með viðunandi svör fyrir landsbyggðina?

Menn hafa sagt að það megi ekki stilla málunum þannig upp að þetta séu andstæðir hópar, höfuðborgarsvæðið og landsbyggðin heldur séu allir að vinna að sama markmiði. En einhvern tímann hlýtur að koma að því fólkið úti á landi segi hingað og ekki lengra.

Hvernig væri nú að landsbyggðarmenn snúi nú vörn í sókn og stofnuðu nýjan stjórnmálaflokk, Landsbyggðarflokkinn sem myndi hafa hagsmuni fólksins úti á landi að leiðarljósi og berjast gegn ítökum höfuðborgarvaldsins. Hann myndi knýja fram kosningar og bjóða fram um allt land og allir landsbyggðarmenn myndu fylkja sér sameiginlega að baki honum og þannig fengi hann mikla vigt í íslenskum stjórnmálum. Menn hættu þannig að berjast hver í sínu horni í sinni sveit og myndu nota samtakamáttinn til að komast til áhrifa.

Eitthvað verður að gera.

 


mbl.is 30-50 gætu misst vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ber ábyrgð á ofbeldi?

Þetta er nú ekki alveg rétt hjá Ögmundi að beitendur ofbeldis beri alltaf ábyrgðina á ofbeldinu en þolendur aldrei.

Ef menn beita ofbeldi til dæmis í sjálfsvörn þá er það ofbeldi á ábyrgð þolanda í því tilviki.

Ef maður móðgar til dæmis konu og hún löðrungar hann, þá er það honum að kenna sem þolanda löðrungsins.

Maður fer til dæmis einsamall og varnarlaus inn í hættulegt hverfi í stórborg með vasa fulla af peningum og verður fyrir líkamsárás og er rændur. Hann á að hluta til sök á því af því hann á ekki að koma sér í aðstæður sem hann veit að eru hættulegar fyrir hann. Það er engin afsökun að hann hafi verið drukkinn.

Kona fer til dæmis einsömul og varnarlaus inn í hættulegt umhverfi innan um fólk sem hún þekkir kannski ekki neitt og verður fyrir líkamsárás. Hún á að hluta til sök á því af því að hún á ekki að koma sér í aðstæður sem eru hættulegar fyrir hana. Það er engin afsökun að hún hafi verið drukkin.


mbl.is Skoðar meðferð kynferðisbrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndir óskast

Ef það á að minnka atvinnuleysið á Suðurnesjum þá verður að fá einkaaðila til að fjárfesta þar. Það er ekki hægt að stóla á ríkisvaldið í því sambandi.

Það yrði allavega mjög öfugsnúið að ríkið færi að setja peninga í atvinnuuppbyggingu þar, þegar það er nýbúið að tilkynna niðurskurð á heilbrigðisstofnuninni sem á eftir að valda því að fjöldi manns missir atvinnuna!

Það sem ríkið getur gert er að draga niðurskurðinn til baka, en það verður ekki gert nema það geti fengið peninga annars staðar eða skorið niður annars staðar, ríkisfjármálin eru einfaldlega það slæm þessa dagana.

Það besta sem Suðurnesjamenn gætu gert er að koma með einhverjar alvöru hugmyndir um hvar ríkið fengi fjármuni í staðinn fyrir niðurskurðinn. Ég er viss um að ef nógu margar sannfærandi tillögur koma fram og þær kynntar ríkinu, þá muni ríkið sjá að sér og falla frá niðurskurðinum.


mbl.is Reyknesingar hóta aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterka leiðsögn vantar

Það er nákvæmlega það sem vantar í þjóðfélagið í dag. Það þarf einhverja leiðsögn sem er hafin yfir dægurþrasið og krepputalið.

Einmitt á tímum sem þessum á kirkjan að koma sterk inn og predika umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og mismunandi aðstæðum fólks. Hún á að leiðbeina fólki hvernig hægt er að öðlast sálarró, þó að ýmislegt gangi á hjá almenningi. Og kenna fólki að leita inn á við og predika góð gildi.

Kirkjan er reyndar einstaklega óheppin að málefni Ólafs Biskups hafi komið upp nýverið sem hafa skaðað kirkjuna mikið og sótt er að henni úr öllum áttum, meðal annars frá öðrum trúarhópum eða vantrúarhópum. En kirkjan verður bara að taka þann slag á opinskáan og heiðarlegan hátt og ég er sannfærður um að hún kemur sterkari en áður úr þeim slag.

Sterk leiðsögn um eitthvað sem sameinar fólk og veitir því kraft til að takast á við erfiðleikana er það sem þjóðin þarfnast.

Svo má einnig benda á að þegar svona erfiðleikar steðja að fólki á Forseti Íslands að koma sterkur inn og sameina þjóðina, en það er nú önnur saga.


mbl.is Tími þagnarinnar liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanaðkomandi speki

Þessi ágæti og virti blaðamaður hefur svo sannanlega lög að mæla. Stundum er nefnilega nauðsynlegt að horfa á hlutina utanfrá til að sjá hvernig málum er háttað.

Hvað ætli hafi skeð ef Geir hefði upplýst almenning um stöðu bankanna í aðdraganda bankahrunsins eins og ýmsir besservisserar og eftiráspekingar hafa gagnrýnt Geir fyrir að gera ekki?

Fólk hefði að sjálfsögðu orðið hrætt um peningana sína og rokið til og tekið þá út, sem hefði orðið til þess að bankarnir hefðu tæmst og þeir farið á hausinn strax.

Þess í stað gerði Geir það eina rétta í stöðunni, hann reyndi að tala upp ímynd bankanna og traust svo að þeir gætu fengið lán til að bjarga sér.

Ef þessir eftiráspekingar gætu farið um borð í tímavél aftur til byrjun árs 2008 og ættu að koma í veg fyrir Hrunið, hvað hefði verið það rétta í stöðunni að gera? Það hafa þessir snillingar ekki getað bent á með sannfærandi hætti.


mbl.is ,,Hefndarþorsti og eftiráspeki"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var enginn hæfari á lausu?

Getur einhver tekið að sér að láta þessa sauði vita að þessi maður er gjörsamlega óhæfur í öllu sem viðkemur fjármálum og viðskiptum.

Þegar Björgvin var í Hrunstjórninni var hann talinn það óhæfur af samherjum sínum í ríkisstjórninni að þeir hunsuðu hann þegar fjallað var um mál sem tilheyrðu þó hans málaflokki!!  Og hann lét það viðgangast!

Menn geta nú rétt ímyndað sér hvort hann standi í lappirnar í fjárlaganefnd þingsins eða hvort hann lætur aðra ráðskast með sig.


mbl.is Björgvin í fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldið skemmir fyrir

Þessir örfáu aðilar sem nota ofbeldi í mótmælunum eru, án þess að fatta það, að gera stjórnvöldum stóran greiða.

Stór hluti af þjóðinni sem fylgist með mótmælunum í gegnum fjölmiðla veigrar sér við að slást í hópinn út af þessum skrílslátum sem það sér í sjónvarpinu. Það vill ekki láta spyrða sig við saman við þennan ofbeldislýð og heldur sig því til hlés.

Ef það væri hægt að losna við þessa ofbeldismenn úr mótmælunum og þetta yrðu friðsöm en hávær mótmæli hins venjulega, friðsama Íslendings þá myndi stór hópur bætast við og slagkrafturinn myndi margfaldast. 


mbl.is Grýttu hnullungi í lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg linkind gagnvart nauðgurum

Það er eitt sem ég hef ekki skilið varðandi refsingu við kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Af hverju er þetta talinn vera einn glæpur þegar um er að ræða kannski margar nauðganir?

Nú veit ég ekki nákvæmlega hver refsingin við nauðgun er í dag en gefum okkur að hún sé sex mánuðir, flestum myndi finnast að hún ætti að vera þyngri, en gefum okkur þessa forsendu.

Ef kynferðisafbrotamaður brýtur gegn barni, segjum tvisvar í mánuði í tvö ár, þá eru þetta í rauninni 24 nauðganir svo að refsingin ætti að vera 24 sinnum sex mánuðir eða samtals 12 ár. Eins og staðan er í dag þá er eins og brotamaðurinn fái "afslátt" af refsingunni ef hann brýtur oftar af sér!!!

Fyrir utan það að glæpur gegn barni er alvarlegri en glæpur gegn fullorðinni konu að mínu mati svo að refsingin ætti að vera harðari.

 


mbl.is Harðar tekið á nauðgun fullorðinna en barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðarstjórnin

Ég er farinn að halda að ég hafi dottið út og misst af einhverju!

Er ekki örugglega sama vinstri VELFERÐARSTJÓRNIN í landinu frá því í kosningunum í fyrra?!!

Ef það er svona nauðsynlegt að skera niður, er virkilega ekki hægt að gera það annars staðar en á mesta láglaunasvæði landsins og þar sem atvinnuleysið er mest?

Maður spyr sig


mbl.is ,,Erum enn í hálfgerðu sjokki"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum ríka fólkið borga þetta

Það getur vel verið að það sé nauðsynlegt að skera niður í þessum málaflokki, en ef það er gert þá á að gera það á réttan hátt.

Það á að gera með því að láta efnameira fólkið taka á sig þennan niðurskurð því þau hafa jú meira á milli handanna og þurfa minna á þessum styrk frá ríkinu að halda. Það á að afnema tekjutengingu bótanna og láta alla fá sömu upphæðina greidda, óháð efnahag. Sú upphæð á að miðast við meðallaun í landinu og allir fá það sama.

Það á sem sagt ekki að láta til dæmis fólk með milljón á mánuði fá greiðslur úr fæðingarorlofssjóði sem eru kannski tvöfaldar eða þrefaldar miðað við venjulegt launafólk.


mbl.is Fæðingarorlof skert á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Jóhannsson

Höfundur

Ólafur Jóhannsson
Ólafur Jóhannsson

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband