Næstu skref jafnréttisbaráttunnar

Nú þegar árangur jafnréttisbaráttunnar er skoðaður er ekki úr vegi að skoða hver næstu skref eiga að vera.

Þar má til dæmis nefna að fá konur til að vinna hin hefðbundnu karlastörf í meiri mæli, til dæmis iðnaðarmannastörf. Þau störf eru reyndar líkamlega erfiðari og vinnutíminn lengri, en ég hef fulla trú á að konur geti klárað sig vel af því. Það vantar líka fleiri konur í sjómennskuna, það kostar reyndar að vera í burtu frá fjölskyldu sinni og börnum í margar vikur í sumum tilfellum en þá sér eiginmaðurinn bara um börn og bú á meðan.

Svo má líka nefna sem næsta áfanga í jafnréttisbaráttunni, að leyfa kynjunum að keppa saman til dæmis í íþróttum. Það er bara þjóðsaga að karlar séu eitthvað betri á þeim vettfangi, konur geta alveg verið fljótar að hlaupa og harðar af sér þegar það á við.

Síðan eru það forsjármálin eftir skilnað. Þar sem kynin eru jafnhæf er alveg sjálfsagt að annast barnauppeldið með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi. Þannig ættu foreldrarnir að skipta tímanum með börnunum jafnt á milli sín sem og öllum kostnaði vegna þeirra og greiðslum barnabóta og annarra bóta.

Verkefnin eru næg.


mbl.is Skiljum kynjagleraugun aldrei við okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Ég fór að velta fyrir mér, við lestur hér að ofan, hvaða fyrirmynd Ólafur hafði haft í uppvexti. Og hvort móðir hans hefði verið frekar ódugleg að vinna? Kanski óduglega að hugsa um fjölskilduna.

Við mótumst öll mjög af mæðrum okkar og eigum til að yfirfæta þær á aðrar konur og mæður.  Og sem dæmi mun ég líta á allt sem sagt er meira eins og spegill á fjölskildu einstaklingsins en spegil á þjóðinna.

Matthildur Jóhannsdóttir, 26.10.2010 kl. 00:52

2 identicon

Það er frekar léleg ástæða fyrir því að konur eigi ekki að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlanir, að þær geti ekki rotað naut í einu höggi.

Þórður (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 05:36

3 identicon

það virðist vera einhvers konar mass hysteria í gangi. Ég vona sannarlega að fólk sjái í gegnum Þennan blekkingarleik.

Arezzo (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Jóhannsson

Höfundur

Ólafur Jóhannsson
Ólafur Jóhannsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband