7.4.2016 | 19:56
Lágkúrulegt
Þessi framkvæmd á viðtalinu var náttúrulega siðlaus og þeim til minnkunnar sem komu að henni.
Markmiðið var bara að láta Sigmund líta illa út, algjörlega að óþörfu.
Það var alveg hægt að birta þessar upplýsingar í hvaða fjölmiðli sem er og fá viðbrögð við þeim.
Dómgreind okkar var rétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.8.2015 | 17:18
Jú, reyndar
Það er hægt að snúa öllu upp í kynjamisrétti.
Stelpur eru verri í fótbolta heldur en strákar, það er bara staðreynd.
Og það er líka ekki eins gaman að horfa á þær útaf gæðamuninum.
Það er engin tilviljun að strákabolti er miklu vinsælli en stelpubolti.
En..það má kannski ekki minnast á þessar staðreyndir.
Við erum ekki verri en strákar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.7.2015 | 00:15
Nægt svigrúm
Þetta er hárrétt hjá Gylfa.
Fyrirtækin hafa alveg svigrúm til að taka launahækkanir á sig.
Hagar (Hagkaup/Bónus) til dæmis högnuðust um rúmar 800 milljónir á þremur mánuðum í vor.
Það gera tæpar 10 milljónir á dag í hreinann hagnað eftir að allur kostnaður hefur verið greiddur.
Hvernig væri nú að fyrirtækið myndi taka þennan kostnað á sig og lækka hagnaðinn í, segjum 400 milljónir.
Sérstaklega þar sem fyrirtækið er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóðanna sem eiga að þjóna eigendum sínum, okkur launagreiðendum.
Afkoma fyrirtækja dúndrandi góð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2015 | 20:04
Ráðum erlenda hjúkrunarfræðinga
Ef að það sé nauðsynlegt að tala islensku til að vinna sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi, af hverju er ekki nauðsynlegt að tala norsku til að vinna sem hjúkrunarfræðingur í Noregi?
Er það bara allt í lagi þó að norskur sjúklingur skilji ekki íslenskan hjúkrunarfræðing sem talar ekki norsku en eitthvað vandamál ef það er öfugt?
Það tala allir ensku hér á landi og þó að erlendur hjúkrunarfræðingur tali ensku er það ekkert vandamál.
Þó íslenskir hjúkrunarfræðingar séu hæfir er til mikið af hæfum hjúkrunarfræðingum allsstaðar að í heiminum sem geta alveg tekið við af þeim sem segja upp.
Fólk verður að geta talað íslensku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
28.6.2015 | 23:27
Átak í menntun drengja
Af hverju er enginn að gera neitt í þessu?
Það þarf að gera átak í menntun drengja og hvetja þá áfram í háskólanám.
Það má líka gera átak í að fá stelpur í iðnnám og í stýrimannaskólann til að jafna kynjahlutfallið þar.
Karlar sækja síður í háskólanám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2015 | 16:32
Vald
Talandi um vald eða valdleysi kvenna í heiminum.
Er hægt að hafa meiri vald í lífinu heldur en það vald að ákveða hvort einstaklingur fái að fæðast í heiminn eða ekki?
Það er meira vald heldur en venjulegur maður mun nokkurn tíma hafa.
Og þegar talað er um vald kvenna yfir líkama sínum.
Að sjálfsögðu hafa konur vald yfir líkama sínum, en hafa þær vald yfir líkamanum sem er inni í konunni?
Snýst um vald kvenna yfir eigin líkama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2015 | 10:40
En hvað með feður?
En hvar er best fyrir feður að búa?....
Staða Bandaríkjanna kemur á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2015 | 00:01
Framtíðin
Þetta sýnir bara að það er alveg hægt að foreldri ali barnið sitt upp á eigin spýtur , og borga allan kostnað af barni án hjálpar annars foreldris, til dæmis í gegnum meðlagsgreiðslur. Enda er mjög fjárhagslega auðvelt að ala upp barn á Íslandi.
Hugsa að við eigum eftir að sjá meira af þessu í framtíðinni, og þá líka einhleypa feður sem geta ættleitt barn eða fengið staðgöngumóðir til að hjálpa sér.
Yngstu einhleypu konurnar 24 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2010 | 00:26
Orð í tíma töluð
Það sem er vandamálið í þessum byggingabransa er þetta eilífa kennitöluflakk og undirverktakaárátta.
Það þarf að setja strangari reglur um til dæmis um það hver sé hæfur til að stofna fyrirtæki og fá virðisaukanúmer og þá á að skoða fortíð þeirra sem tengjast því. Eins og staðan er í dag virðist hvaða bjáni sem er geta gengið inn á skattstofu og fengið virðisaukanúmer.
Síðan ætti að skylda fyrirtæki sem tekur að sér verk að vinna það sjálft með sínum eigin starfsmönnum, en ekki að láta undirverktaka um það. Þannig að í hverju verki sé aðeins ein kennitala en ekki runa af undirverktökum með mismunandi kennitölur.
Það á að skerpa á reglum sem ríki og sveitarfélög fara eftir í sambandi við útboð og hverjir fá að bjóða í verk á þeirra vegum. Sveitarfélög hafa það líka í hendi sér hverjir fá úthlutað lóðum í sveitarfélögunum og ættu að geta beitt sér í því sambandi.
Og svo verður að auka eftirlit með svartri atvinnustarfsemi og að menn með réttindi séu að vinna verkin. Margir munu örugglega fussa og sveia yfir meira eftirliti og fara að tala um "Stóra bróður" en það verður bara að hafa það!. Það mun örugglega leiða til réttlátari og heilbrigðari starfshátta í greininni.
Mr. X kaupir raðhúsalengju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2010 | 20:52
Næstu skref jafnréttisbaráttunnar
Nú þegar árangur jafnréttisbaráttunnar er skoðaður er ekki úr vegi að skoða hver næstu skref eiga að vera.
Þar má til dæmis nefna að fá konur til að vinna hin hefðbundnu karlastörf í meiri mæli, til dæmis iðnaðarmannastörf. Þau störf eru reyndar líkamlega erfiðari og vinnutíminn lengri, en ég hef fulla trú á að konur geti klárað sig vel af því. Það vantar líka fleiri konur í sjómennskuna, það kostar reyndar að vera í burtu frá fjölskyldu sinni og börnum í margar vikur í sumum tilfellum en þá sér eiginmaðurinn bara um börn og bú á meðan.
Svo má líka nefna sem næsta áfanga í jafnréttisbaráttunni, að leyfa kynjunum að keppa saman til dæmis í íþróttum. Það er bara þjóðsaga að karlar séu eitthvað betri á þeim vettfangi, konur geta alveg verið fljótar að hlaupa og harðar af sér þegar það á við.
Síðan eru það forsjármálin eftir skilnað. Þar sem kynin eru jafnhæf er alveg sjálfsagt að annast barnauppeldið með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi. Þannig ættu foreldrarnir að skipta tímanum með börnunum jafnt á milli sín sem og öllum kostnaði vegna þeirra og greiðslum barnabóta og annarra bóta.
Verkefnin eru næg.
Skiljum kynjagleraugun aldrei við okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Ólafur Jóhannsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar