Færsluflokkur: Pepsi-deildin
19.9.2010 | 21:28
Erfið fæðing
Góður sigur hjá Blikum í kvöld en mikið var þetta erfið fæðing. Selfyssingar pökkuðu bara í vörn og Breiðablik sótti og sótti en boltinn bara neitaði að fara inn í markið. En þegar fyrsta markið var komið var þetta aldrei spurning.
Og framundan er úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu 2010, hvorki meira né minna!
Mínir menn mæta í Garðabæinn án fyrirliðans Kára og helsta markaskorarans Alfreðs sem báðir eru í leikbanni. Og þegar við bætist geysileg pressa og það að spila á gerfigrasi sem þeir eru ekki vanir, þá gæti þetta orðið erfiður leikur hjá þeim. En þeir hafa sýnt það áður að þeir geta klárað svona leiki og ég hef fulla trú á þeim.
Selfyssinga bíður fall um deild eftir erfitt sumar en þeir eru reynslunni ríkari og það kæmi mér ekki á óvart að þeir myndu mæta aftur til leiks í deild þeirra bestu árið 2012
Blikar í toppsætinu fyrir lokaumferðina - Selfoss fallið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Jóhannsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar