5.9.2010 | 17:33
Davíð ber ekki ábyrgð
Hvað er það nákvæmlega sem Davíð átti að hafa gert til að hann þyrfti að biðjast afsökunar?
Hann átti jú stóran þátt í að koma hér á frjálsum viðskiptum og efla frelsi manna til athafna. Það hefur í rauninni ekkert komið fram sem segir að sú stefna hafi verið röng, heldur hafi eftirlitið brugðist, það er að segja stofnanir sem áttu að hafa eftirlit með að menn færu eftir leikreglunum.
Þá má spyrja sig, hvort Davíð eigi að bera ábyrgð á mistökum eftirlitsaðilanna. Það er ljóst að Fjármálaeftirlitið heyrir undir Viðskiptaráðuneytið og það er því viðkomandi viðskiptaráðherra sem ber ábyrgð á eftirlitinu. Davíð ber því ekki ábyrgð á því, ekki frekar en að Heilbrigðisráðherra eða Félagsmálaráðherra beri ábyrgð á því.
Þegar Davíð kom svo í Seðlabankann fylgdi hann einfaldlega stefnu bankans sem aðrir höfðu markað, þar á meðal Már Guðmundsson.
Jón Baldvin hrósar rannsóknarskýrslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Jóhannsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 221
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Davíð ber ekki ábyrgð, skondin fyrirsögn. Er hann þá ábyrgðarlaus? Í stjórnmálum er nauðsynlegt að þeir einstaklingar sem veljast í valdastöður beri einmitt ábyrgð, ekki bara á eigin verkum, heldur allra samstarfsmanna og stofnana, sameiginlega. Rétt eins og skipstjóri ber nánast ábyrgð á öllu um borð í fleytunni!
Björn Birgisson, 5.9.2010 kl. 18:21
Til hvers eru silkihúfur stofnana ef ekki til að bera ábyrgð? Svo maður minnist ekki á embætti forsætisráðherra...
Davíð er alltént ekki stikkfrí.
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 18:28
Davíð átti mikinn þátt í að móta það lagaumhverfi sem einkavæðingin byggði á. Eftirlit var til málamynda og hver ber annar meiri ábyrgð en hugmyndasmiðurinn sjálfur?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.9.2010 kl. 18:40
Björn
það sem ég var að benda á að viðkomandi ráðherra ber ábyrgð á sínum málaflokki.
ef til dæmis einhver heilbrigðisstofnun fer langt út fyrir fjárheimildir ber þá til dæmis Samgönguráðherra einhverja ábyrgð á því?
Ólafur Jóhannsson, 5.9.2010 kl. 18:40
Guðjón
Nákvæmlega. Hann ber ábyrgð á því lagaumhverfi sem einkavæðingin byggði á en ekki eftirlitinu. Það voru aðrir ráðherrar sem báru ábyrgð á því. Það var ekki lagaumhverfið sem var vandamálið heldur eftirlitið.
Ólafur Jóhannsson, 5.9.2010 kl. 18:45
Þetta er álíka og að segja að Mafíuforinginn hafi aldrei drepið neinn né hótað neinum - það hafi aldrei sannast á hann blettur né hrukka! Hins vegar hefur sannast á Dabba margs konar mistök og hyglingar og skaranir að eigin kökuhlaðborði og svo mætti mjög lengi telja...
En að láta sér detta í hug að segja Seðlabankastjóra saklausan - hvar hefur þú verið síðustu áratugina, Óli!?!!
Sísí (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 18:46
Ólafur, vertu ekki með þennan orðhengilshátt. Skipstjórinn á skútunni ber alltaf alla ábyrgð um borð. Sama hvort skútan heitir Ríkisstjórn ÍS 1 eða Seðlabanki Íslands. Honum ber að reka eða áminna þá sem ekki vinna störfin sín. Þú hlýtur að sjá það. Davíð Oddsson er enginn engill, frekar en svo fjölmargir, úr flestum flokkum, sem tengjast þessu hruni, sem reyndar þó er að mestu, langmestu, leyti glæframönnum í bankakerfinu að þakka - eða þannig!
Björn Birgisson, 5.9.2010 kl. 18:52
sísí
það hefur verið fullyrt mikið og notuð stór orð og gífuryrði um Davíð í gegnum tíðina, en þegar rykið hefur sest þá hefur oftast komið í ljós að það er lítið á bak við fullyrðingarnar.
Ólafur Jóhannsson, 5.9.2010 kl. 18:54
Ríkisstjórnin er eins og margar skútur sem kallast ráðuneyti. Á hverri skútu er einn skipstjóri sem ber alla ábyrgð á því sem fram fer um borð. Skipstjóri á skútu A ver þannig ekki ábyrgð á skútu B
Ólafur Jóhannsson, 5.9.2010 kl. 19:08
Ólafur, er ekki allt í lagi hjá þér? Hvert er hlutverk forsætisráðherra þjóðarinnar, annað en að fylgjast grannt með öllu sem fram fer og grípa inn í ef eitthvað misjafnt er á ferðinni. Þetta barnalega nöldur þitt um Davíð er svo hlægilegt að engu tali tekur. Taktu þér tak maður!
Björn Birgisson, 5.9.2010 kl. 19:24
Björn
eigum við ekki bara að vera sammála um að vera ósammála?.
og sleppa því að kalla hvorn annan hlægilegan eða barnalegan og bera virðingu fyrir skoðunum annarra
Ólafur Jóhannsson, 5.9.2010 kl. 19:33
Svo sem í lagi mín vegna!
Björn Birgisson, 5.9.2010 kl. 19:48
Lastu rannsóknarskýrslu alþingis?? Hann sem seðlabankastjóri gleymdi að framlengja lánalínu upp á 500 millj. evrur. Og svo má ekki gleyma að hann sem seðlabankastjóri fór í viðtal vor 2008 í englandi, þar sem hann lofsamaði íslensku bankana, á sama tíma og Davíð segist hafa séð allt saman fyrirfram. Og svo þykist hann ekki hafa getað gert neitt, sem einn valdamesti pólitíkus Íslands, og seðlabankastjóri.. Nei nei hann ber enga ábyrgð á neinu. Ég held að hann hafi svo sem ekkert meint neitt illt, en það urðu ansi mikil afglöp í starfi hans sem seðlabankastjóri.
Bjarni (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 20:28
Bjarni
Opinberlega gat hann ekki annað en reynt að tala upp bankana svo að þeir gætu þannig fengið lán sem þeim var lífnauðsyn að fá. Ef Seðlabankastjóri þjóðarinnar hefði sagt opinberlega hvað staðan var alvarleg þá hefðu lánadrottnar bankanna frétt af því og lánalínur hefðu lokast og bankarnir farið beint á höfuðið.
Ólafur Jóhannsson, 5.9.2010 kl. 20:41
Sem sagt það var mikilvægt að fá lán? Af hverju gleymdi seðlabankinn undir hans stjórn að endurnýja 500 millj. evra lánalínu? Eða af hverju reyndi seðlabankinn ekki að gera gjaldeyrisskiptisamning við Bandaríkin, eins og hin norðurlöndin?
Bjarni (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 04:38
Hvað með að biðjast afsökunar á því að setja bindiskyldu bankanna í 0% rétt fyrir hrun? Sem er n.b. ein af ástæðum þess að siðblindinginn og vinur Davíðs, Björgólfur Guðmundsson, gat tæmt Landsbankann á sínum tíma og keypt West Ham.
Davíð Oddsson ber semsagt óbeint ábyrgð á IceSave, en ekki láta það stöðva þig í að tilbiðja þennan siðferðislega gjaldþrota atvinnu pólitíkus.
Maynard (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 14:03
Bjarni
málið er að Seðlabankinn var að rembast eins og rjúpan við staurinn að halda lánalínum opnum en það vildi bara enginn lána íslensku bönkunum því að það var búið að spyrjast út hvað þeir stæðu illa. Bandaríski Seðlabankinn treysti ekki íslensku bönkunum og gerði því ekki gjaldeyrisskiptasamning við okkur. Það var líka vantraust sem olli því að við fengum ekki 500 milljóna evra lánalínuna endurnýjaða.
Maynard
Þetta var bara verið í örvæntingu að halda bönkunum á floti. Hefðirðu viljað að Seðlabankinn stæði aðgerðarlaus hjá á meðan bankarnir sigldu í þrot?
Ég er sammála þér að Björgólfur, og þá kannski sérstaklega sonur hans hafi veri hálf siðblindir, en ég er ekki sammála því að Davíð beri ábyrgð á Icesafe
Ólafur Jóhannsson, 6.9.2010 kl. 16:45
Tja, Dabbi átti nú stóran þátt í að móta efnahagslegt og lagalegt umhverfi hrunsins, margir kjósa að líta fram hjá því.
Síðan sat Seðlabankinn aðgerðalaus hjá og horfði á bankana fara í þrot. Svo má ekki gleima að Davíð var með puttana í einkavæðingu bankanna, Bankar sem stóðu ekki nógu vel til að vera seldir voru seldir til fólks sem var ekki hæft að reka banka, allt af því að Dabbi kóngur sagði að svona ætti þetta að vera. Svo má ekki gleima því að Seðlabankinn er ein þeirra eftirlitstofnanna sem áttu að hafa eftirlit með bönknum. Einnig rak Seðlabankinn hérna undir stjórn Davíðs, handótnýta peningamálastefnu, sem átti stóran þátt í hvernig fór.
Já og eitt enn, Seðlabankinn varð gott sem er gjaldþrota eftir ástabréfaviðskipti Davíðs.
Nei Dabbi kom ekki nálægt neinu af þessu :)
Bjöggi (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.