19.9.2010 | 15:13
Skipstjórinn fiskar ekki
Keflavík og Njarðvík eru gamlir útgerðarbæir.
Í útgerðinni tíðkast það að skipstjórinn er ábyrgur fyrir fiskeríinu og ef hann stendur sig ekki er hann látinn fara. Í þessu tilviki valdi útgerðin (fólkið í Reykjanesbæ) sér skipstjóra (Árna Sigfússon) til að fiska fyrir sig, en þessi skipstjóri kemur ekki með bein úr sjó og veldur bara kostnaði fyrir útgerðina.
Það liggur því beinast við að reka þennan skipstjóra og ráða annan hæfari í staðinn.
Skera niður um 450 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Jóhannsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 221
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi skipstjóri skar gat á trollið á síðasta kjörtímabili, og er nú að uppskera samkvæmt því.
Elías Hansson, 19.9.2010 kl. 16:30
Þessi skipstjóri og þessi útgerð seldi kvótann. Lifði hátt og sukkaði. Nú vilja menn fá gjafakvóta því aumingja fiskverkakonan er að missa vinnuna. Allt er fiskifræðingum eða öðrum um að kenna.
Sukkið í Reykjanesbæ er ekki hlægilegt. Þetta er bara sorglegt mál sem við kjósendur í Reykjanesbæ berum ein ábyrgð á.
Björg (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 21:49
Björg.
Hvers vegna kusuð þið þessi ósköp yfir ykkur aftur?
Elías Hansson, 19.9.2010 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.