2.10.2010 | 23:22
Látum ríka fólkið borga þetta
Það getur vel verið að það sé nauðsynlegt að skera niður í þessum málaflokki, en ef það er gert þá á að gera það á réttan hátt.
Það á að gera með því að láta efnameira fólkið taka á sig þennan niðurskurð því þau hafa jú meira á milli handanna og þurfa minna á þessum styrk frá ríkinu að halda. Það á að afnema tekjutengingu bótanna og láta alla fá sömu upphæðina greidda, óháð efnahag. Sú upphæð á að miðast við meðallaun í landinu og allir fá það sama.
Það á sem sagt ekki að láta til dæmis fólk með milljón á mánuði fá greiðslur úr fæðingarorlofssjóði sem eru kannski tvöfaldar eða þrefaldar miðað við venjulegt launafólk.
Fæðingarorlof skert á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Jóhannsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Útgjöld efnameiri eru hærri en þeirra sem hafa minna á milli handana.
Þannig að efnaður maður gæti ekki lifað á 150 þúsundum þar sem útgjöld hans eru meiri.
Já og ekki gleyma því að þeir efnameiri borga þeim þeim fátæku laun, með því að kaupa þjónustu og vörur.
Einnig borga þeir meira inn í ríkissjóð og eiga þar af leiðandi rétt á hærri greiðslum til baka.
Það ber engum skilda að halda öðrum uppi.
Baldvin Mar Smárason, 2.10.2010 kl. 23:59
Vá... sammála síðasta ræðumanni... Mér finnst alltaf gleymast í þessari blessuðu umræðu um hátekjufólk og þennan blessaða auðlegðarskatt að þeir sem hafa hærri laun borga hærri skatta!!!! Skattar eru hlutfallslegir! Finnst þessi þrepaskattlagning algjörlega fáránleg og svo ótrúlega fráhrindandi fyrir fólk að stefna hátt, læra mikið því að það munar á endanum ekki það miklu því að á endanum er skatturinn búin að éta launin því upp!
Hildur Sólveig (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 00:10
Efnaður maður getur bara víst lifað á sömu launum og meðallaunamaðurinn!
Það má ekki gleyma því að í þessu tilfelli erum við að tala um hvernig fólkið í landinu eigi að borga upp skaða sem ríkið varð fyrir útaf gjörðum efnameiri fólksins!
Ólafur Jóhannsson, 3.10.2010 kl. 00:20
Munið þið ekki hverjir tæmdu tryggingasjóðina? Munið þið ekki að fæðingarorlofssjóðurinn var tæmdur á árunum fyrir hrun? Á þessum var hægt að borga sjálfum sér nokkrar milljónir í mánaðaralaun í takmarkaðan tíma auðvitað, ekkert á bak við loftbólufyrirtækin stofnsett hér, og svo var farið í fæðingarorlof og innistæðum meðalmannsins rændar. Þetta eru hreint ótrúlegustu tímar. Það er eins og allir Íslendingar voru uppdópaðir með einvherju á þessum árum fyrir hrun og sýnist mér enn!
Hvað í ands***, hvenær ætliði að fá þetta á hreint. Þið sem unnuð sveitta og blóðuga vinnu, þið voruð rænd, fyrir framan nefið á ykkur og ríkisstjórninni. Rænd af uppblásnum fitubollum í jakkafötum með ekkert á bak við sig nema traust ríkisstjórnar og banka.
Jonsi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 02:05
Þá vildi ég við bæta, þið voruð rænd af efnameira fólki. Það borgaði jú skatta en í stuttan tíma. Þessi laun sem hér voru við líði voru tímabundin og byggð á svikum.
Jonsi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 02:07
Það er alveg ótrúlegt að lesa þetta og ég sé mig knúinn í fyrsta skipti til þess að skrifa hér.
Það sem fyrri ræðumaður skrifar, að efnameira fólk hafi rænt almúgann er hin mesta vitleysa, að alhæfa að allt
fólk sem hefur meira á milli handanna en aðrir hafi verið einhverskonar ræningjar er bara ekki sanngjarnt að alhæfa.
Þó svo að nokkrir einstaklingar hafi hagað sér ósiðlega og geti réttilega kallast "ræningjar" þá er ekki hægt
að fullyrða að einfaldlega allir sem séu ekki verkamenn séu einhverjir djöflar sem allt sé að kenna.
Þarna úti er mjög mikið af vel menntuðu fólki sem einfaldlega fær vel borgað vegna þess að það er hæft í því sem það gerir.
Þetta fólk hefur borgað meira í ríkissjóð oft í mörg ár, jafnvel tugi ára en ekki bara eitt eða tvö ár eins og fyrri ræðumaður
heldur fram. Þetta fólk þarf ekki endilega að starfa hjá bönkum nota bene, og getur jafnvel verið menntað í iðngrein.
Ég er nú við það að ljúka háskólanámi erlendis og stefni á vinnumarkaðinn í bráð, þessi frétt, og umræðan um hvernig
menntað, vel launað fólk eigi sko að borga núna því sem það hefur rænt kemur mér í opna skjöldu og fælir mig
mjög frá því að beita kröftum mínum við uppbyggingu landsins.
Í þessari umræðu er svo mikið um alhæfingar og það er óskiljanlegt hvernig fólk getur hreinlega látið hafa eftir sér það sem hér er
gjarnan skrifað. "Rænd af uppblásnum fitubollum í jakkafötum með ekkert á bak við sig nema traust..." er þetta virkilega
ástæða fyrir því að ungt langskólagengið fólk eigi ekki að geta eignast börn allt í einu?
Höfum umræðuna malefnalega.
Reynir (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 02:31
Svo ég bæti aðeins við fyrri skrif og beini þeim aftur til Jónsa fyrri ræðumanns.
Það má náttúrulega líta á málið öðruvísi líka.
Má ekki líta svo á, að það fólk sem hvað er ríkast á íslandi í dag og margir vilja meina (og hafa fyrir því mjög sterk rök) að hafi rænt bankana og íslenska ríkið, hafi verið meðalefnað jafnvel lágtekjufólk áður en því tókst að "ræna"? Björgólfsfeðgar voru nú ekkert mjög efnaðir áður en bjór-ævintýrið fór í gang í Rússlandi og þar fram eftir götunum. Má því ekki segja að lágtekjufólk hafi rænt Ísland og orðið af því ríkt?
Reynir (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 03:08
Reyni, æji jú alveg rétt,
hér voru bara nokkrir á yfirgnæfandi launum sem fóru í fæðingarorlof, og kolrangt að kalla þá efnameiri því jú þetta fólk var einusinni fátækt eins og við hin... mætti ég við bæta við hin einnig ágætlega hæf og menntuð til verka og starfa. Súrt að ég skuli hafa haft svona rangt fyrir mér.
Jonsi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 05:52
Sammála Reyni,
Ég er vel menntaður og fékk vel borgað strax eftir útskrift fyrir mín góðu störf í áhættustýringu, og það mætti alveg kalla mig efnaðan.
En mín efni eru byggð á vinnu og ekki svindli. Ég rændi ekki fæðingarorlofssjóðinn, heldur borgaði ég háa skatta í hann í 4 ár.
Síðan tók ég bara 4 mánuði í fæðingarorlof árið 2006 sem samsvöruðu um 4.5 milljónum. Á þessum árum í bankanum borgaði ég m.a. upp bílinn minn og náði að klára borga
stærstan hlut í húsinu mínu. Er ég þá ræningi Jonsi?
Það má þó líta á björtu hliðarnar, því við sem erum eins og Jonsi segir "efnameiri", erum flest vel menntuð eins og Reynir réttilega bendir á og við erum flest mjög hæft og hugmyndaríkt fólk, enda þarf ekki nema að líta á launin okkar til að sjá það. Það er mikill kostur í þessum þrengingum að eiga menntað, hugmyndarýkt og efnað fólk, því það er einmitt þetta fólkið sem þarf að einbeita sér að því að búa til nýjan hagvöxt í landinu!
Það má því segja sem svo að fæðingarorlofssjóðurinn hafi ekki endilega verið tæmdur, heldur stuðlaði hann að öryggi þessara helstu einstaklinga.
Það er því sérkennilegt að núverandi ríkisstjórni skuli ekki endurnýja þenna sjóð, því hann þarf að geta haldið áfram að tryggja öryggi og þægindi vinnandi fólks.
Eiríkur (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 08:01
Reynir og Eiríkur,
Gaman að sjá að svo margir efnilegir og humyndaríkir einstaklingar eru enn hér á landi og guði sé lof að nýjir háskólanemar eru á leiðinni heim til að fá vel borgað. Reynir ekki gefast upp, okkur bráðbantar fólk sem vill fá há laun. Hitt fólkið sem hefur aðallega brennandi áhuga á sinni menntun og atvinnu, er ekki alveg eins hæft eins og þið Eiríkur. Það þarf smá gulrót í atvinnulífið, og helst almennilega gulrót ekki satt?
Jonsi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 08:31
Jónsi, höldum okkur við málefnin.
Seinni skrif mín hér fyrr voru einungis til þess að varpa nýju ljósi á staðreyndirnar og var það gert í gamansömum tilgangi eins og augljóslega má sjá.
Ef þú hefðir tekið tíma í að lesa það sem ég skrifaði þá er ég líklegast ekki á leiðinni heim, og ekki halda að ég hafi ekki áhuga á því sem ég geri eins og þú gefur í skyn í einni af alhæfingum þínum sem þú virðist eiga nóg af.
Ég sagði hvergi að ég væri hæfari en einn né neinn og ekki sé ég að Eiríkur hafi gert það heldur. En sú fyrirlitning sem virðist vera að spretta upp í samfélaginu gegn því fólki sem hefur menntað sig er eitthvað sem ég tek eftir (til dæmis í þínum skrifum) og ég hræðist það mjög.
Að sjálfsögðu þarf gulrót í atvinnulífið, hvort sem það er í auknum tekjum eða einhverju öðru.
Þú hefur greinilega lítið til málanna að leggja annað en að annað fólk hafi rangt fyrir sér og þú haldir hinn heilaga sannleika, svoleiðis fólk er erfitt að eiga málefnalegar umræður við.
Við skoðun á skrifum þínum má draga eftirfarandi ályktanir
1. Fólk sem vill fá vel borgað hefur ekki áhuga á því sem það gerir.
2. Allir sem klæddir eru í jakkaföt og yfir meðalþyngd eru ræningjar.
3. þessir sömu ræningjar áttu flest allir börn á árunum fyrir hrun
Ég hef rætt við mikið af fólki sem er í námi erlendis og margir íhuga að koma ekki heim, í því landi sem ég er í eru þeir þónokkrir sem hafa nú þegar útskrifast og hafa ekki farið til baka. þetta er mikið áhyggjuefni og ég vona að þú sért sammála því
Reynir (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 09:42
Langar líka að benda á að það eru engir sem fá milljónir í dag í orlof. Það er 300 þús. króna hámark á sjóðnum!
Helena (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 11:43
Djö hvað maður er orðinn þreittur á að hlusta á ungt ný mentað fólk. Það er ekkert nema gott er fólk vill mennta sig það er vilji hvers og eins en þið eruð akkurat fólkið sem viljið halda niðri launum hjá ómentuðum sem hafa stritað til að borga skatt sem er að hluta lagður í sjóð sem heitir Lín þar sem þeir sem vilja mennta sig fá lán á góðum kjörum. Hvernig væri að einhvað af ykkur hámentuðu einstaklingum færu að berjast fyrir mannsæmandi launum handa allmennu verkafólki svo ekki þurfi allar þessar bætur og góðgerðarstofnanir til að fólk eygi í sig og á. Margir ómenntaðir eru miklu betri starfskraftar með reynslu en þeir sem eru að koma úr skóla með skrudduna enn í kollinum. Ef allir fá góð laun fær ríkið sitt og þá verða allir sáttir.
Hættið að væla þið sem eruð menntaðir verið stoltir að ykkar frammistöðu og berið virðingu fyrri þeim sem einhverrahluta vegna velja sér annan farveg í atvinnulífinu, við þurfum líka á ómenntuðu fólki að halda.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 12:30
Takk Helena fyrir að leiðrétta þessa rangfærslu.
Voðalegir fordómar eru þetta gagnvart menntuðu fólki eða fólki sem vill mennta sig. Þið talið eins og menntun sé slæm og það eigi ekki að borga fólki hærri laun fyrir að leggja meira á sig en aðrir gera.
Ef allir fengju jafnhá laun óháð menntun þá myndi engin vilja leggja meira á sig, til dæmis með því að mennta sig. Afleiðingin yrði að það myndi eingin vilja mennta sig af því að það borgar sig ekki.
Get tekið sem dæmi þróunina í heilbrigðiskerfinu á Íslandi, þar sem læknum er ekki borguð nógu há laun, læknar fara bara að vinna annarstaðar í heiminum og við fáum lélega læknisþjónustu af því að við tímum ekki að borga læknum, með réttu þekkinguna, góð laun.
Ef við viljum ekki borga menntuðu fólki góð laun þá fer það að vinna annarstaðar í heiminum og við töpum þekkingu og hæfileikum til útlanda. Líka fólk með "reynslu" eða hæfileika mun þá flytja annað og fara vinna þar sem það getur ferngið góð laun, svo má ekki gleima því að það er hellings reynsla í því að mennta sig.
En þið sem lítið niður á menntun eruð örugglega ómenntað fólk sem hefur aldrei nennt að leggja neitt á sig, eins og að mennta sig, og kunnið ekki annað en að röfla og skammast út í náungan, sérstaklega ef hann hefur það betur en þið.
Bjöggi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 13:08
það er enginn að tala um að allir eigi að hafa jöfn laun og hvað áttu með því að ómentað fólk nenni ekki að leggja neitt á sig, ef einhver er með fordóma er það þú og ég er hámenntuð en á móti því að ómenntað og duglegt fólk sé á lágum launum.
Td í heilbrigðisgeiranum ef ekki eru skúringarkonur og fólk í aðhlynningu sem eru ómenntarði hafa grei læknarnir ekkert að gera því ekki leggja þeir sig svo lágt að skúra sjálfir hvað þá hjúkrunarfólkið. Í fjármálageiranum og skólum þarf ekki líka ómentað fólk að þrífa skítinn eftir okkur menntaðafólkið, hvað með bændur og þeir sem vinni við afgreiðslu í verslunum eru þeir ekki að sinna okkur menntaðafólkinu með launum sem eru ekki manni bjóðandi. Við sem þykjumst hafa menntunina ættum kannsi aðeins að íhuga okkar mál og muna hvernig var að lifa á lágum námsmannalaunum sem dugði okkur ekki fyrir framfærslu, eða okkur fannst en það eru margir sem þurfa að lifa á því og minna.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 13:53
Mér finnst það nú ekkert sérstakt að fólk vinni vinnuna sína, ég hef unnið ýmis skítastörf á launum sem duga ekki fyrir leigu og mat, núna er ég í námi á námslánum sem duga ekki fyrir leigu og mat. Atvinnuleysisbætur og lágmarkslaun eru næstum því 50% hærri en námslán í dag.
Þegar ég tala um að leggja meira á sig, þá er ég aðalega að tala um að leggja eitthvað á sig eins og mennta sig, það er ansi auðvelt að mennta sig ekki, miklu auðveldara en að mennta sig. Flestir fara ekki í nám af því að þeim finnst það of erfitt, til dæmis af því að þá þurfa þeir að lifa á lágum námslánum.
Svo þessi störf sem þú telur upp eru nú í flestum tilvikum of léleg fyrir fína íslendinga, menntaða sem ómenntaða. Í þeim vinnum sem ég hef unnið hef ég gjarnan unnið við hliðin á pólverjum og portúgölum af því að íslendingum finnst þetta ekki nógu fínt.
Svo þetta með bændur, þeir eru nú bara að hirða skattfé af okkur í formi ríkisstyrkja og bjóða okkur svo upp á rándýrar afurðir í staðin. Í landbúnaðarkerfinu er engin kvati fyrir bændur að gera betur, bæta framleiðsluaðferðir eða koma sér upp þekkingu af því að þeir þurfa þess ekki af því að þeir fá alltaf borgað hvort sem er. Bændur eru afætur íslensk samfélags.
AFgreiðslufólk er nú bara oftast útlendingar, í þeim verslunum sem ég versla við, mikið af þessum útlendingum eru hámenntaðir. Þetta er oft fólk sem er tilbúð að gera hvað sem er til að bæta lífsskilyrði sín, leggja mikið á sig, annað en mikið af þessum "ómenntuðu" íslendingum sem dreymir um að lifa lúxuslífi á sósíalnum og finnst ekki nógu fínt að vinna í búð.
Skúringafólk, nær undantekningalaust útlendingar.....
Sorry, menntun er máttur og það á að launa fólki vel fyrir að vilja leggja það á sig að mennta sig.
Bjöggi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 14:30
Þegar ég tala um að mér finnist ekkert sérstakt að fólk vinni vinnuna sína, þá á ég við að mér finnst að fólk eigi að leggja sig 100% fram, sama hvaða vinnu það er í og hvaða menntun það hefur. Ef eitthver sem hefur ekki menntun til að vera læknir, þá finnst mér það ekkert sérstakt ef hann leggur sig fram við að þrífa spítala, þe. að vinna vinnuna sína, mér þætti það bara eðlilegt. Mér þætti líka óeðilegt ef hann væri á næstum því sömu launum og læknirinn sem leggur sig líka fram í vinnunni sinni, við verðum jú að gefa okkur að báðir leggi sig fram í því sem þeir gera. Í framhaldinu finnst mér eðlilegt að læknirinn fái meiri laun fyrir að hafa laggt meira á sig en ræstitæknirinn, þar sem læknirinn lagðu auka erfiði á sig með því að mennta sig.
Bjöggi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 14:37
Helena: "Langar líka að benda á að það eru engir sem fá milljónir í dag í orlof..."
Einmitt Helena, það var þannig sem að inneignum sjóðsins var helmingað!
BJöggi: "þið sem lítið niður á menntun eruð örugglega ómenntað fólk sem hefur aldrei nennt að leggja neitt á sig, eins og að mennta sig, ..."
Hvað veist þú um mína menntun, og þessa fólks sem hefur aðrar skoðanir á réttlæti í launakerfi. Ég hef ekki fullyrt neitt um mína menntun, ekki frekar en þú? Ég hef ágætis áhuga á mínu sviði en hef aldrei farið framm á milljónakrónalaun, og ekki þætti neinu fólki það eðlilegt nema á ákveðnum tímabili í bönkunum. Laun lækna eru sumstaðar betri, en hafið engar áhyggjur það eru enn nákvæmlega jafn margir læknar hér og þarf á að halda. Læknalaun í Svíþjóð er ekki hærri en á íslandi, þó svo að til séu lönd sem þið talið um, eins og t.d. Noregur og Bretland með hærri læknalaun.
Ég hef lítinn áhuga á ungu fólki sem menntar sig til þess að fá hærri laun og telur sig eiga einhvern séstakan rétt í þjóðfélaginu til hærri launa, eða telur sig hafa haft erfiðara líf en aðrir vegna náms. Það er nánast bara eitt sem ræður launum, og það er eftirspurn. Veldu þér land þar sem eftirspurnin er mikil. Hér sem annarstaðar þá getur þú fengið jafn vel borgað ómenntaður sem menntaður. Byrjunarlaun verkfræðinga eru mjög svipuð margri verkamannavinnu. Setjið ykkur ekki á svo háan sess. Vinnið vinnu sem þarf að vinna og vantar fólk í, þá fáið þið aðeins hærri laun.
Jonsi, (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 15:32
Þú talar um eftirspurn, það er akkúrat þessvegna sem fólk menntar sig, það telur sig fá þekkingu og reynslu sem er eftirspurn eftir, þessvegna fær það hærri laun. Það sem atvinnurekendur leita að þegar þeir ráða eru hæfileikar, þekking, reynsla. Það er hægt að þróa með sér hæfileika og þekkingu í námi og öðlast eitthverja reynslu og þar með gera sig að betri starfskraft, auka eftirspurn eftir skarfskröftum sínum og þar með fá hærri laun. Þetta er ástæða þess að fólk fer í nám. Mér finnst fullkomlega sanngjarnt að þegar fólk fórnar nokkrum árum ævi sinnar og eyðir fullt af peningum í að gera sig að betri starfskraft að það fái hærri laun en þeir sem mennta sig ekki, nema þessir ómenntuðu hafi eitthverja mjög sérstaka hæfileika eða þekkingu.
Svo þarf líka að huga að framboði, þú veist framboð og eftirspurn. Skúringafólk eða búðarstarfsmenn þurfa ekki neina sérstaka hæfileika eða þekkingu, þess vegna er mikið framboð af fólki sem getur unnið þessa vinnu, þess vegna þarf ekki að borga þeim há laun. Það geta aftur á móti ekki allir verið læknar eða séð um áhættustýringu, til þess þarf þekkingu og hæfileika, þess vegna fær fólk sem hefur viðeigandi til að vinna þessi störf menntun hærri laun.
Svo eru laun lækna miklu betri í Svíþjóð en á Íslandi, sérstaklega eftir fall krónunnar. Ég þekki lækna sem geta unnið 50% vinnu í Svíþjóð og eru með hærri laun en ef þeir væru að vinna 150& vinnu á Íslandi. Í dag, þegar læknanemar fara til útlanda í sérnám, sem er í flestum tilvikum ekki í boði á Íslandi, þá nær undantekningalaust fara þeir að vinna erlendis að námi loknu af því að launin er miklu hærri erlendis en hérna heima. Svo hefur þú ekki fylgst með fréttum ef þú telur að það séu nákvæmlega jafn margir lækna á Íslandi og þarf.
Bjöggi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 17:07
Já svo eru hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði aldrei hærri en 300 þús og hafa aldrei farið yfir 535 þús á mánuði, það var 2008. Mér finnst líka sanngjarnt að fólk með hærri tekjur fái hærra fæðingaorlof. Svo hef ég ekk hugmynd um hvað þú átt við með að inneignum sjóðsins hafi verið helmingað.
Bjöggi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 17:14
Svo þarna í fyrra kommentinu mínu hefur orðið menntun eitthvað skolast til, þarna síðast í annari málsgrein. Þar á auðvitað að standa, þess vegna fær fólk, sem hefur viðeigandi menntun til að vinna þessi stöf, hærri laun.
Bjöggi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 17:17
Bjöggi þú segir "svo eru hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði aldrei hærri en 300 þús og hafa aldrei farið yfir 535 þús á mánuði ..."
Þetta er alrangt. Lestu þér til um sögu fæðingarorlofssjóðs. Þú varst kannski ekki nógu gamall til að fylgjast með fréttum fyrir fallið,
þú þarft að fara aðeins aftar í söguna en 2008, en þó ekki mikið lengra.
Fæðingarorlofssjóður hefur farið í þrot margfallt á árunum fram að hruni. Bætt hefur verið í hann úr öðrum fjárlögum, t.d. til atvinnuleysistryggingasjóðs.
Forsendan fyrir stöðugleika sjóðsins var að gert var ráð fyrir þvi að fólk héldi stöðugleika í launun til frambúðar, hvort sem 200þ.kr/mán eða 2 milljónir/mán. Það sjá núna allir að fjárfestingafyrirtæking og bankakerfið gat ekki haldið áfram að búa til loftbólufyrirtæki og borga sjálfum sér há laun og arð. Það varð að koma að hruni. 2 milljónir / mánuði til nýútskrifaðs fólks var ekki einsdæmi á þesusm árum. Þetta fólk átti aldrei eftir að geta borgað þessum tryggingasjóði það sem það tók út, því hrun var í vændum. Tryggingasjóðir byggja á forsendum um stöðugleika, þú skilur það, er það ekki?
Jonsi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 18:05
Þú bullar bara og bullar Jonsi.
Ég fór nú bara á vef fæðingarorlofssjóð og skoðaði úthlutunarreglur hvert ár yfir sig siðustu 10 árin og lög um fæðingaorlof og breytingar á lögum um fæðingaorlof. Get ekki séð að það sem þú ert að segja sé rétt. Árið 2008 voru þær hæstar 535 þús, árið 2007 voru hæstu greiðslur 518 þús, árið 2006 voru þær 504 þús, árið 2005 voru þær 480 þús, 2004 og árin þar á undan voru hámarkssgreiðslur samkvæmt lögum 480 þús.
Fæðingaorlofssjóður fer ekki á hausinn, frekar en atvinnutryggingasjóður, þetta eru sjóðir fjármagnaðir af ríkinu og ríkið myndi frekar prenta peninga en að láta þá tæmast. Atvinnutryggingasjóðir og fæðingarorloffsjóðir eru sjóðir til að halda félagslegum stöðuleika, þetta er ekki eins og tryggingasjóður innistæðueigenda. Og só what þó að það hafi verið teknir peningar annarstaðar úr fjárlögum til að fjármagna sjóðinn, þú myndir aldrei tala um að spítalarnir okkar hafi farið á hausinn af því að þeir fá peninga sem í fyrstu voru ætlaðir eitthverjum örðum.
Svo talar þú eins og það hafi heill hellingur óléttra hálaunaðara bankamanna farið í fæðingarorlof með milljónir á máuði og þannig sett sjóðinn "á hausinn". Hvaða bull er þetta í þér maður.
Svo voru ekki það margir með meira en milljón á mánuði í bönknumum, það voru ofurlaun fárra sem hækkuðu meðaltal launa bankamanna. Bara mánaðarlaun Lárusar velding voru nóg til að hífa meðallaun 65 bankamanna upp í milljón á mánuði. Starfslokasamningur bjarna ben nóg til að hífa aðra 65 bankamenn upp í milljón á mánuði, það voru nokkrir tugir bankamanna sem borguðu sér hundruðmilljarða í laun á nokkrum árum. Og þótt allir þessir bankamenn hefðu haft þessi háu laun og farið í fæðingaorlof þá hefðu þeir aldrei fengið meira en hálfa milljón á mánuði úr sjóðnum.
Nokkrir ólettir bankamenn eru ekki að fara setja fæðingaorlfossjóð á hausinn, hættu þessu bulli. Og ef það var í fréttum að fæðingaorlofssjóður hafi farið á hausinn þá hlýtur þú að geta fundið fréttir um það á netinu, ég finn þær ekki.
Bjöggi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 19:24
Kæri Bjöggi, þetta er ekkert bull, og vel vitað af þeim sem sóttu í sjóðinn á þessum árum og var klárlega mikil umfjöllum í fréttum.
Ef þú kannar betur ( t.d. getur þú hringt í orlofssjóðinn ) þau eru með þetta allt á hreinu, 480 þ.kr. þakið var sett 1. janúar 2005. Fyrir þann tíma, frá árinu 2000, var ekkert þak á útborgunum úr sjóðnum.
Jonsi (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 01:15
Breytir því ekki að fólk var búið að borga 4 sinnum meira í ríkisssjóð í formi skatta, á þessum tveimur árum sem það tekur að vinna sér inn fæðingaorlofsréttindi, en það fær frá ríkissjóði í fæðingaorlofinu sínu.
Svo samkævmt fréttum hafa þetta ekki verið margir einstaklingar eða með mjög háar greiðlsur, það virðast fimm hafa fengið hærra en 959 þús árið 2003, fann þessa frétt á mbl.is.
Innlent | Morgunblaðið | 31.3.2004 | 05:30
Fæðingarorlofssjóður: Hæsta greiðslan meira en 1,4 milljónir
Rétt innan við tvö hundruð manns fengu greitt meira en 480 þúsund krónur á mánuði úr Fæðingarorlofssjóði í fyrra en það samsvarar 2% af þeim sem fengu greitt úr sjóðnum. Af þeim 195 sem fengu meira en 480 þúsund voru karlar 178 eða 91% en konurnar sautján eða 9%. Þeir fimm karlar sem fengu hæstu greiðslurnar fengu frá 959 þúsundum og upp í 1.428.000 á mánuði en það samsvarar tæplega 1,8 milljóna króna mánaðarlaunum. Hæstu greiðslurnar til kvenna voru frá tæpum 600 þúsundum og upp í tæp 970 þúsund á mánuði.
Bjöggi (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.