Sterka leiðsögn vantar

Það er nákvæmlega það sem vantar í þjóðfélagið í dag. Það þarf einhverja leiðsögn sem er hafin yfir dægurþrasið og krepputalið.

Einmitt á tímum sem þessum á kirkjan að koma sterk inn og predika umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og mismunandi aðstæðum fólks. Hún á að leiðbeina fólki hvernig hægt er að öðlast sálarró, þó að ýmislegt gangi á hjá almenningi. Og kenna fólki að leita inn á við og predika góð gildi.

Kirkjan er reyndar einstaklega óheppin að málefni Ólafs Biskups hafi komið upp nýverið sem hafa skaðað kirkjuna mikið og sótt er að henni úr öllum áttum, meðal annars frá öðrum trúarhópum eða vantrúarhópum. En kirkjan verður bara að taka þann slag á opinskáan og heiðarlegan hátt og ég er sannfærður um að hún kemur sterkari en áður úr þeim slag.

Sterk leiðsögn um eitthvað sem sameinar fólk og veitir því kraft til að takast á við erfiðleikana er það sem þjóðin þarfnast.

Svo má einnig benda á að þegar svona erfiðleikar steðja að fólki á Forseti Íslands að koma sterkur inn og sameina þjóðina, en það er nú önnur saga.


mbl.is Tími þagnarinnar liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þú lesið biblíu?
Það fer lítið fyrir umburðarlyndi þar, né virðing fyrir ólíkum skoðunum.


Ég sé td að þú hefur skrifað um linkind gagnvart nauðgunum, hefur þú lesið hvað biblían segir um fórnarlömb nauðgana?

Lestu þér til

doctore (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Jóhannsson

Höfundur

Ólafur Jóhannsson
Ólafur Jóhannsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband