Hver ber ábyrgð á ofbeldi?

Þetta er nú ekki alveg rétt hjá Ögmundi að beitendur ofbeldis beri alltaf ábyrgðina á ofbeldinu en þolendur aldrei.

Ef menn beita ofbeldi til dæmis í sjálfsvörn þá er það ofbeldi á ábyrgð þolanda í því tilviki.

Ef maður móðgar til dæmis konu og hún löðrungar hann, þá er það honum að kenna sem þolanda löðrungsins.

Maður fer til dæmis einsamall og varnarlaus inn í hættulegt hverfi í stórborg með vasa fulla af peningum og verður fyrir líkamsárás og er rændur. Hann á að hluta til sök á því af því hann á ekki að koma sér í aðstæður sem hann veit að eru hættulegar fyrir hann. Það er engin afsökun að hann hafi verið drukkinn.

Kona fer til dæmis einsömul og varnarlaus inn í hættulegt umhverfi innan um fólk sem hún þekkir kannski ekki neitt og verður fyrir líkamsárás. Hún á að hluta til sök á því af því að hún á ekki að koma sér í aðstæður sem eru hættulegar fyrir hana. Það er engin afsökun að hún hafi verið drukkin.


mbl.is Skoðar meðferð kynferðisbrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Benediktsson

Ábyrgðin á ofbeldinu eða ráninu á sá sem veldur, alltaf. Ef þú kemur þér í aðstæður þar sem hættan á slíku eykst átt þú sök á því að auka hættuna, en ekki á ráninu.

Ástæðan fyrir því að þetta verður að vera svona er vegna þess að sá sem rænir af þér peninga getur ekki notað það sem afsökun að þú hafir verið á einhverju ákveðnu svæði. Það er engin afsökun fyrir því að ræna þig, eða lemja, eða nauðga, engin! Þessvegna er ábyrgðin alltaf 100% hjá geranda.

Halldór Benediktsson, 9.10.2010 kl. 10:34

2 identicon

Sá sem brýtur af sér er ábyrgur fyrir afbrotinu. Enginn annar.

Þó ég skilji húsið mitt eftir opið má enginn fara þangað inn. Þó ég gengi allsnakin og útúrdrukkin um húsasund má enginn nauðga mér. Þó ég gangi með sparifé mitt hangandi í nælum utan á jakkanum mínum má enginn taka það af mér. Það að þolandi afbrots hafi gert brotamanni auðveldara fyrir að fremja glæpinn minnka það ábyrgð brotamannsins nákvæmlega ekki neitt. Ekkert.

Það að ráðleggja fólki að læsa húsum sínum, ganga ekki um dimm húsasund og halda meðvitund snýst bara um heilræði til þess að takmarka líkur á því að fólk verði fyrir afbrotum. Það breytir engu um ábyrgð gerandans. Engu.

Arndís (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 15:37

3 identicon

Mér finnst við eigum að halda okkur við klárar sannanir í svona alvarlegum málum.  Mér finnst réttvísin vera í öllum höfuðatriðum á réttri braut og sjálfsagt að taka tillit til þess hvort konan hafi tælt með klæðaburði og hegðun og jafnvel skírlega gefið merki að hún vildi hafa mök sem hún kannski þverneitar svo morguninn eftir. Það er ekkert nýtt í þessum málum. Einnig þarf finnst mér að hafa ávallt einn karl og eina konu saman á öllum vöktum þeirra samtaka sem koma að rannsókn þessarra mála, einnig í lögreglunni. Nauðganir  og ofbeldii milli kynjanna geta ekki verið einkamál kvenna, heldur þurfa helst bæði kynin í sameiningu að vinna bug á þessu ofbeldi.  

Arezzo (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Jóhannsson

Höfundur

Ólafur Jóhannsson
Ólafur Jóhannsson

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband