Landsbyggðin sameinist gegn höfuðborginni.

Þessi mikli niðurskurður sem kemur að "sunnan" á eftir að leika landsbyggðina grátt ef af verður. Stór hluti þessara hundruða starfsmanna sem eiga eftir að missa vinnuna kæra sig ekki um að vera á atvinnuleysisbótum lengi og heldur suður á bóginn að finna sér vinnu.

Er eitthvað hægt að gera til að snúa þessari þróun við?

Menn geta svosem skrifað þingmönnum kjördæmisins opið bréf og beðið þá um töfralausnir, en eru virkilega einhverjir sem trúa því að núverandi stjórnmálaflokkar komi með viðunandi svör fyrir landsbyggðina?

Menn hafa sagt að það megi ekki stilla málunum þannig upp að þetta séu andstæðir hópar, höfuðborgarsvæðið og landsbyggðin heldur séu allir að vinna að sama markmiði. En einhvern tímann hlýtur að koma að því fólkið úti á landi segi hingað og ekki lengra.

Hvernig væri nú að landsbyggðarmenn snúi nú vörn í sókn og stofnuðu nýjan stjórnmálaflokk, Landsbyggðarflokkinn sem myndi hafa hagsmuni fólksins úti á landi að leiðarljósi og berjast gegn ítökum höfuðborgarvaldsins. Hann myndi knýja fram kosningar og bjóða fram um allt land og allir landsbyggðarmenn myndu fylkja sér sameiginlega að baki honum og þannig fengi hann mikla vigt í íslenskum stjórnmálum. Menn hættu þannig að berjast hver í sínu horni í sinni sveit og myndu nota samtakamáttinn til að komast til áhrifa.

Eitthvað verður að gera.

 


mbl.is 30-50 gætu misst vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Réttast væri að landsbyggðin segði sig úr lögum við Höfuðborgarsvæðið og stofnaði nýtt ríki.

Gestur (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 04:06

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ég held að það sé að skapast forsendur fyrir því að við hér útá landi krefjumst sjálfstæðis frá höfuðborginni

Brynjar Þór Guðmundsson, 10.10.2010 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Jóhannsson

Höfundur

Ólafur Jóhannsson
Ólafur Jóhannsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband