30.10.2010 | 00:26
Orð í tíma töluð
Það sem er vandamálið í þessum byggingabransa er þetta eilífa kennitöluflakk og undirverktakaárátta.
Það þarf að setja strangari reglur um til dæmis um það hver sé hæfur til að stofna fyrirtæki og fá virðisaukanúmer og þá á að skoða fortíð þeirra sem tengjast því. Eins og staðan er í dag virðist hvaða bjáni sem er geta gengið inn á skattstofu og fengið virðisaukanúmer.
Síðan ætti að skylda fyrirtæki sem tekur að sér verk að vinna það sjálft með sínum eigin starfsmönnum, en ekki að láta undirverktaka um það. Þannig að í hverju verki sé aðeins ein kennitala en ekki runa af undirverktökum með mismunandi kennitölur.
Það á að skerpa á reglum sem ríki og sveitarfélög fara eftir í sambandi við útboð og hverjir fá að bjóða í verk á þeirra vegum. Sveitarfélög hafa það líka í hendi sér hverjir fá úthlutað lóðum í sveitarfélögunum og ættu að geta beitt sér í því sambandi.
Og svo verður að auka eftirlit með svartri atvinnustarfsemi og að menn með réttindi séu að vinna verkin. Margir munu örugglega fussa og sveia yfir meira eftirliti og fara að tala um "Stóra bróður" en það verður bara að hafa það!. Það mun örugglega leiða til réttlátari og heilbrigðari starfshátta í greininni.
![]() |
Mr. X kaupir raðhúsalengju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Jóhannsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.