Ráðum erlenda hjúkrunarfræðinga

Ef að það sé nauðsynlegt að tala islensku til að vinna sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi, af hverju er ekki nauðsynlegt að tala norsku til að vinna sem hjúkrunarfræðingur í Noregi?

Er það bara allt í lagi þó að norskur sjúklingur skilji ekki íslenskan hjúkrunarfræðing sem talar ekki norsku en eitthvað vandamál ef það er öfugt?

Það tala allir ensku hér á landi og þó að erlendur hjúkrunarfræðingur tali ensku er það ekkert vandamál.

Þó íslenskir hjúkrunarfræðingar séu hæfir er til mikið af hæfum hjúkrunarfræðingum allsstaðar að í heiminum sem geta alveg tekið við af þeim sem segja upp.


mbl.is Fólk verður að geta talað íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Af hverju þurfa bara erlendir hjúkrunarfræðingar en ekki aðrir verkamenn og konur?

Hörður Einarsson, 16.7.2015 kl. 20:48

2 identicon

Reyndar er gerð krafa um það að íslenskir hjúkrunarfræðingar sem starfa í Noregi tali norsku, annars fá þeir ekki vinnu.

Rúna (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 21:17

3 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Það er nú gott að allur þessi fjöldi sem sagt hafa upp tali norsku og fái því góð störf í Noregi.

Ólafur Jóhannsson, 16.7.2015 kl. 22:09

4 identicon

Ólafur nú er ég hjúkrunarfræðingur, get alveg bjargað mér á norsku og er að vinna í að fá norskt hjúkrunarleyfi. Lokaniðurstaðan hjá mér verður þó líklega sú að ég mennti mig úr stéttinni, sem mér finnst mjög miður þar sem að ég elska starfið mitt. Ég er þó ekki tilbúin að taka þessa launabaráttu næstu 30 árin eins og margir hjúkrunarfræðingar sem ég hef unnið með hafa þurft að gera og án árangurs :( 

Rúna (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 22:45

5 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Ég óska þér bara góðs gengis í Noregi, hef unnið þar sjálfur og líkað mjög vel.

Ég er ekki alveg viss um að launabarátta síðustu ára hafi ekki skilað árangri, tæplega 700 þúsund króna laun eru bara allt í lagi, vissulega með mikilli vinnu, en aðrir í þjóðfélaginu vinna líka mjög mikið.

En, maður kemur í manns stað og maður vonar bara að þessir flottu erlendu hjúkrunarfræðingar sem hingað eiga eftir að koma, muni ganga vel hér á landi.

Ólafur Jóhannsson, 16.7.2015 kl. 23:34

6 identicon

Elsku Ólafur, nú ertu bara barnalegur. Ég þykist nú þekkja ansi marga hjúkrunarfræðinga og ekki einn sem ég þekki kemst nálægt þessari tölu sem þú nefnir þrátt fyrir fáránlega mikla vinnu. Ég hef ekki einu sinni komist nálægt 500 þús þrátt fyrir að hafa verið á timabili í 90% vinnu, þar af 60% næturvakta%. Ekki taka öllu trúanlegu sem þú sérð á netinu og alls ekki alhæfa um eitthvað sem þú ert ekki 100% viss á. 

Rúna (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 23:53

7 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Þetta voru tölur sem komu frá ráðuneytinu.

Það getur vel verið að ráðuneytið sé barnalegt, ég skal ekki segja.

Ef þetta eru meðallaun og þú ert vel fyrir neðan, þá þýðir það að einhverjir hjúkrunarfræðingar eru vel fyrir ofan þessar tölur.

Ólafur Jóhannsson, 17.7.2015 kl. 00:00

8 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/Starfsmannamal/FIH-ML-1Q-2015.pdf

Getur einhver frætt mig á því af hverju karlar eru með hærri laun heldur en konur sem hjúkrunarfræðingar?

Ólafur Jóhannsson, 17.7.2015 kl. 00:08

9 identicon

Rannsóknir á enskukunnáttu landans sýna að hún er miklu verri en fólk lætur vera og meira að segja hjá háskólanemum er henni ábótavant. Þegar um líf og dauða er að ræða getur gölluð enskukunnátta kostað mannslíf. Ennþá verra er að hjúkrunarfræðingar að utan tala oft ennþá lélegri ensku. Það hafa nú þegar orðið dauðsföll á Bretlandi út af lélegri enskukunnáttu innfluttra hjúkrunarfræðinga. 

Karl (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 02:24

10 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Ég hef enga trú á að háskólamenntað fólk eigi í einhverjum vandræðum að gera sig skiljanlegt í ensku.

Erlendir hjúkrunarfræðingar geta þá farið í könnunarpróf í ensku áður en hjúkrunarleyfi er veitt ef það er vandamálið.

Annað er bara hræðsluáróður.

Ólafur Jóhannsson, 17.7.2015 kl. 15:35

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þeir sem þurfa mest á hjúkrun og hjálp að halda, kunna hvorki á tölvu né erlend tungumál. Þykir það bara sjálfsögð og eðlileg siðferðisbrotalöm í opinberlega reknu velferðarkerfi á Íslandi, að flytja inn mállausa láglaunaþræla, sem ekki kunna að verja sinn rétt?

Hvers vegna þykir opinberlega greidd siðferðisbrenglun sjálfsögð í opinberlega reknu kerfi á Íslandi, og víðar í veröldinni?

Hvers vegna þykja opinberlega stýrð réttindabrot í lagi, í siðmenntuðum og þekkingarríkum heimi?

Ég spyr bæði sjálfa mig og aðra?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.7.2015 kl. 19:12

12 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Mér finnst þetta nú vera frekar mikið yfirlæti hjá þér að kalla hæfa, háskólamenntaða hjúkrunarfræðinga, mállausa láglaunaþræla.

Held að við ættum frekar að vera jákvæð og einbeita okkur að taka vel á móti þessum erlendu starfskröftum og auðvelda þeim aðlögunina að starfinu hér á landi.

Erlendir starfsmenn hafa yfirleitt staðið sig mjög vel hér á landi.

Ólafur Jóhannsson, 17.7.2015 kl. 19:56

13 identicon

Sammála þér Ólafur.

Erlendir hjúkrunarfræðingar eru örugglega hvorki verri né betri en íslensku hjúkrunarfræðingarnir og um að gera að leyfa streyminu að eiga sinn gang eftir því hvað hver velur. 

Þær eru örugglega ekki verri en hjúkrunarfræðingurinn sem gaf manninum mínum lyf gömlu konunnar í næsta rúmi á vöknun eftir aðgerð. 

Þær eru örugglega ekki verri en hjúkrunarfræðingurinn sem hlustaði ekki á kvörtun mína um mikla verki eftir aðgerð sem reyndust vera blæðingar í kviðarholi sem enduðu á lífhimnubólgu. 

Fyrirgefðu Rúna og aðrir hjúkrunarfræðingar sem dettið hér inn - en 4ra ára háskólanám þykir ekkert ofurmannlegt nú til dags og í langflestum tilfellum eru þungar greiðslur af námslánum afleiðingar vals viðkomandi á sínum tíma. 

Og vonandi áttið þið ykkur á því að nýjasta trixið ykkar, starfsmannaleiga til LSH þyrfti að fara í gegnum útboð - svo kannski er þetta ekkert svo snjallt. Komið aðeins niður úr skýjunum. 

Góðar stundir. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 20:25

14 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ólafur

Bygginga- og flutningafyrirtæki hér í spillingunni gera út með fjölda og jafnvel meirihluta erlendra starfsmanna og oftast "mállausra" - auðvitað til að halda launum Íslendinga niðri.

Hjúkrunarfræðingar virðast þó komast upp með eitt, sem ekki stendur öðrum starfsstéttum til boða, en það er auðvitað að þær komast upp með að ráða sig í 30 - 60% hlutastarf, en vinna í raun fulla vinnu og fá greitt fyrir það sem upp á vantar sem auka- og yfirvinnu.

Jónatan Karlsson, 18.7.2015 kl. 10:15

15 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sæll Jónatan

Ég kannast ágætlega hvernig hlutirnir eru í byggingageiranum.

Munurinn á þessu tvennu er að í byggingageiranum eru erlendir starfsmenn oft á tíðum að vinna verk sem þeir eru ekki menntaðir til. Og oft á tíðum eru þessir starfsmenn með hópi af löndum sínum að starfa saman og tilhneigingin er sú að þeir halda sig útaf fyrir sig og hafa ekki mikil samskipti við Íslendingana og eru þar af leiðandi "mállausir" á íslensku.

Þetta myndi ekki ganga í hjúkrunarfræðinni þar sem það starf byggir mikið á samskiptum við sjúklinga og að sjálfsögðu er nauðsynlegt að menntun erlendra hjúkrunarfræðinga sé góð.

En það er rétt að það er villandi þegar er verið að bera saman dagvinnu hjúkrunarfræðinga og annarra 

Ólafur Jóhannsson, 18.7.2015 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Jóhannsson

Höfundur

Ólafur Jóhannsson
Ólafur Jóhannsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband