27.7.2015 | 00:15
Nægt svigrúm
Þetta er hárrétt hjá Gylfa.
Fyrirtækin hafa alveg svigrúm til að taka launahækkanir á sig.
Hagar (Hagkaup/Bónus) til dæmis högnuðust um rúmar 800 milljónir á þremur mánuðum í vor.
Það gera tæpar 10 milljónir á dag í hreinann hagnað eftir að allur kostnaður hefur verið greiddur.
Hvernig væri nú að fyrirtækið myndi taka þennan kostnað á sig og lækka hagnaðinn í, segjum 400 milljónir.
Sérstaklega þar sem fyrirtækið er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóðanna sem eiga að þjóna eigendum sínum, okkur launagreiðendum.
Afkoma fyrirtækja dúndrandi góð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Jóhannsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lífeyrissjóðirnir hafa lögbundna ávöxtunarkröfu. Auk þess sem þeir hafa ekkert vald til að skipa fyrirtækjum sem þeir eiga í fyrir verkum nema verða ábyrgir fyrir þeim skaða sem það gæti valdið öðrum hluthöfum. Lífeyrissjóðir hafa fleiri hagsmuni og eiga í mörgum fyrirtækjum sem eru í samkeppni innbyrðis og afskipti lífeyrissjóða mundu kallast hagsmunaárekstur. Lífeyrissjóðirnir eiga að þjóna eigendum sínum sem lífeyrissjóðir, en sem hluthafar ber þeim að hugsa eingöngu um hag fyrirtækisins.
Og hver væri tilgangurinn í að fjárfesta í fyrirtæki ef arðurinn er lægri en það sem hægt er að fá í vexti hjá bönkum? Fyrirtæki sem ekki skila eigendum sínum eðlilegum arði af fjárfestingum eiga sér stutt líf.
Hvernig væri nú að fyrirtækið myndi hætta starfsemi, segja upp starfsmönnum, selja eignir og halda hagnaðinum í 800 milljónum frekar en að taka þennan kostnað á sig og lækka hagnaðinn í, segjum 400 milljónir?
Vagn (IP-tala skráð) 27.7.2015 kl. 01:50
Það er nú gott og blessað að ávaxta fjárfestinguna sína en fyrr má nú rota en dauðrota.
Þetta er langt ofan við lögbundna ávöxtunarkröfu, rúmir 3 milljarðar á ársgrundvelli.
Ef að hagsmunir fjárfestinga lífeyrissjóðanna skarast við hagsmuni eigenda lífeyrissjóðanna eiga hagsmunir eigendanna að ráða.
Og á meðan fyrirtækin hirða þennan ofsagróða setja þau upp eitthvert falskt leikrit um að þau séu í harðri samkeppni í þágu neytenda !
Sem er náttúrulega algjört kjaftæði !
Ólafur Jóhannsson, 27.7.2015 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.