Allar upplýsingar upp á borðið

Nú þegar sjálfstæðisflokkurinn hefur birt þessar upplýsingar liggur beinast við að hinir flokkarnir geri það sama. Ef ekki þá bendir það til að þeir hafi líka eitthvað að fela.

Það er augljóst að þessi fyrirtæki eru ekki að borga þessar fjárhæðir af einskærri góðmennsku, þau hljóta að vilja eitthvað í staðinn. Það er til dæmis augljóst að FL Group ætlaðist í staðinn að fá stuðning við að ná yfirráðum yfir Hitaveitu Suðurnesja og í framhaldinu að eignast REI og komast til áhrifa í almenningsfélaginu Orkuveitu Reykjavíkur. Í því sambandi er staða Guðlaugs Þórs vandræðaleg því hann var jú formaður stjórnar Orkuveitunnar.

Hvað hin félögin á listanum hafi ætlast að fá í staðinn fyrir fjárstuðninginn væri gaman að vita.

 

 


mbl.is Landsbankinn veitti 2 styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn myndi aldrei gera NEItt opinbert af  sjálfsdáðum, einungis þegar hann er kominn upp við vegg eða hefur orðið "alveg  óvart" uppvís að einhverju misjöfnu þá er kallað, þetta er ósanngjarnt við erum búnir að gera hreint fyrir okkar dyrum og nú verða hinir að gera slíkt hið sama. Auðvitað eiga styrkir og öll peningaumsýslan allra flokka að vera upp á borðum því að einhvernveginn er það nú þannig að maður þarf ekki að fela það sem heiðarlega er gert.

Rannveig B Hrafnkelsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 10:59

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Nú bíðum við eftir að hinir flokkarnir birti lista yfir sína hæðstu styrkveitendur. Undir forustu Sjálfstæðisflokksins voru sett lög um fjárreiður stjórnmálaflokka í byrjun árs 2007. Það virðist gleymast í allri umræðunni.

Ragnar Gunnlaugsson, 10.4.2009 kl. 11:23

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Framsókn ættlar að fela sig á bakvið "trúnað" við greiðendur styrkja til floksins árið 2006, eitthvað er það nú spúgí svo ekki sé meira sagt.

Nú er bara að koma af stað "leka" hjá Framsóknarflokknum.

Sverrir Einarsson, 10.4.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Jóhannsson

Höfundur

Ólafur Jóhannsson
Ólafur Jóhannsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband