10.4.2009 | 19:32
hvað með kosningaárin 2003 og 2007?
Nú þarf að fara alla leið og birta yfirlit styrkja fyrirtækjanna til stjórnmálaflokkanna öll síðustu ár og sérstaklega á kosningaárum eins og til dæmis 2003 og 2007.
Ég held að þá komi margt athyglisvert í ljós þegar upplýst er hvaða fyrirtæki styrktu hvað mikið í aðdraganda kosninga og ef skoðað yrði hvort viðkomandi stjórnmálaflokkur beitti sér á einhvern hátt í þágu fyrirtækjanna eftir kosningar.
Það segir sig nú eiginlega sjálft að fyrirtækin eru ekki að styrkja áhrifalausann stjórnarandstöðuflokk nema þá á kosningaári.
Samfylking opnar bókhaldið 2006 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Jóhannsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 221
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ólafur
Styrkirnir fyrir 2007 voru nýlega birtir af skattayfirvöldum enda höfðu þá tekið gildi lögin um opinbert bókhald stórnmálaflokka.
Án þess að vita um aðra flokka þá sérðu samtölu allra styrkja til Samfylkingarinnar 2003 í opinberum ársreikningum flokksins. Þeir voru miklum mun lægri en 2006. Þá var sú regla í gildi að flokkurinn gaf upp alla styrktaraðila sem greiddu yfir hálfa milljón kr. Árið 2003 fékk flokkurinn engan slíkan styrk svo það ár voru engir risastyrkir.
En það er mikið rétt hjá þér að auðvitað ættu allir flokkarnir að gera þetta allt opinbert og þá ekki bara móðurfélagið eða flokksskrifstofuna heldur líka aðildarfélögin og kjördæmisráðin eins og Samfylkingin er að taka saman núna.
Arnar (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 21:05
Takk fyrir þetta Arnar
Ég tek það fram að ég var að tala um alla flokkana í þessu sambandi en ekki samfylkinguna sérstaklega. Ég tek undir það með þér að allir fllokkar ættu að gera allt opinbert.
Ólafur Jóhannsson, 10.4.2009 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.