13.12.2009 | 21:34
Ingibjörg Sólrún
Ingibjörg og félagar hennar í Samfylkingunni voru alveg ófær um að takast á við yfirvofandi bankahrun þegar þau voru við völd ásamt Sjálfstæðisflokknum.
Þau voru við hugann við eitthvað allt annað sem skipti í raun engu máli eins og Evrópusambandið, að komast í Öryggisráðið að ógleymdum Davíð Oddssyni sem fór mjög i taugarnar á Samfylkingarfólki og var algjört forgangsmál að losna við.
Aðrir hlutir máttu bíða eins og eitt lítið bankahrun og afleiðingar þess.
Var lofað að Davíð myndi hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Jóhannsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held nú að flestir séu sammála um að maðurinn þurfti nú að fara. Það er samt sem áður satt að Samfylkingin virðist eiga það til að finna þessi gæluverkefni sem hún beinir 100% fókus á og virðist á tímum gleyma öllu hinu sem gera þarf.
Gunnar (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 03:12
Gunnar: Hvað hefur gerst eftir að maðurinn hætti ?? Hefur ekki íslenzka krónan hríðfallið og núverandi seðlabankastjóri gaf það út fyrir helgi að á þessum stað yrði hún - NÆSTU ÁRATUGINA ??
Nei Gunnar - það voru ekki flestir sammála um að hann þyrfti að fara - ekki nema þá bara til að taka aftur við forystunni í stjórnarráðinu - þar sem nú eru eintómir apaheilar við störf þessa dagana !!
Sigurður Sigurðsson, 14.12.2009 kl. 08:19
Maðurinn var mikill leiðtogi og það er það sem við þurfum. Ég ætla ekki að mótmæla því. Aftur á móti miðað við tengsl hans við núverandi ástand þó við gleymum ekki hans aðkomu að því að gera Seðlabankann gjaldþrota er hann að öllu óhæfur til að gegna leiðtogastöðu í dag. Með þessu er ég samt ekki að segja að við þurfum ekki að koma því fólki sem er nú við völd í burtu, bara að hann sé ekki maðurinn til að líta til endurreisnar Íslands.
Væri betra ef DO væri enn seðlabankastjóri? Við erum að halda íslensku krónunni uppi með höftum en samt lækkar hún. Þetta er auðvitað einungis spurning um supply and demand. Það vill enginn útlendingur óhreinka sig með að versla íslenskar krónur og íslendingar þurfa erlendann gjaldmiðil bráðnauðsynlega fyrir skuldum. Svo nei, að undanskildu að setja jafnvel meiri höft á, þá sé ég ekki að það sé á næstunni hægt að styrkja krónuna(þ.e. að einhverri alvöru). Krónan mun styrkjast þegar við getum vakið áhuga erlendra aðila á Íslandi og möguleikum hér, skuldir í erlendri mynt minnka, útflutningstekjur hækka og/eða innflutningur lækkar, ekki hvort DO sé til staðar.
Gunnar (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.