28.9.2010 | 21:47
Af hverju er ekki bankamálaráðherrann ákærður?
Hvaða rugl er það að Geir sé einn ákærður en ekki til dæmis bankamálaráðherrann sem bar líka ábyrgð á Fjármálaeftirlitinu?
Ef Björgvin bankamálaráðherra ætlar að skýla sér á bak við það að hann hafi verið leyndur upplýsingum og ekki fengið að sitja fundi sem í raun heyrðu undir hans ráðuneyti, þá er hann í rauninni að sýna fram á vanhæfi sitt sem ráðherra. Hvurs lags ráðherra er það sem lætur aðra taka fram fyrir hendurnar á sér og ráðskast með sín málefni? Það er ráðherra sem getur ekki staðið fast á sínu, heldur lætur vaða yfir sig. Þannig maður er auðvitað gjörsamlega vanhæfur að gegna ráðherraembætti og ætti því að ákæra fyrir vanrækslu.
En svo er annað mál að það hefur ekki verið sýnt fram á með sannfærandi hætti hvað það var sem Geir átti að hafa gert, eða ekki gert, til að réttlæta þessa ákæru. Það hefur mikið verið fullyrt og höfð uppi stór orð um hans verk, en þessir sömu gagnrýnendur eiga í erfiðleikum með að benda á hvað hefði átt að gera.
Það er nóg framboð af besservisserum og yfirlýsingarglöðum lýðskrumurum þessa dagana, en heldur minna framboð af alvöru leiðtogum sem geta komið með lausnir og leitt okkur út úr þessum ógöngum.
Þungbær og erfið niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2010 | 21:51
Tímaeyðsla
Af hverju er verið að eyða tímanum í svona vitleysu?
Það er nákvæmlega ekkert að marka þessa blessuðu nefnd, þetta eru bara pólítíkusar að reyna að koma höggi á pólítíska andstæðinga. Af hverju í ósköpunum á ekki að ákæra Björgvin viðskiptaráðherra sem jú bar ábyrgð á Fjármálaeftirlitinu? Ef mig misminnir ekki var Ingibjörg Sólrún veik á þessum tíma í aðdraganda Hrunsins, af hverju á ekki að ákæra staðgengil hennar á þeim tíma, Össur nokkurn Skarphéðinsson? Núna vill Jóhanna vernda vinkonu sína Ingibjörgu og dettur mönnum í hug að Samfylkingarþingmenn fari að ganga í stórum stíl gegn vilja foringja síns?
Og hvað var það sem þessir ráðherrar brutu af sér? Það var ekkert sem að þau gátu gert til að bjarga bönkunum, nema þá að reyna að endur vekja traust á þeim hjá erlendum lánardrottnum. Ég veit ekki betur en að þau hafi verið að reyna það.
Hvernig væri nú að fara að einbeita sér að hinum raunverulegu sökudólgum Hrunsins, til dæmis Björgólfum og Bónusfeðgum og Bakkabræðrum?
Efins um stuðning við ákæru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2010 | 21:28
Erfið fæðing
Góður sigur hjá Blikum í kvöld en mikið var þetta erfið fæðing. Selfyssingar pökkuðu bara í vörn og Breiðablik sótti og sótti en boltinn bara neitaði að fara inn í markið. En þegar fyrsta markið var komið var þetta aldrei spurning.
Og framundan er úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu 2010, hvorki meira né minna!
Mínir menn mæta í Garðabæinn án fyrirliðans Kára og helsta markaskorarans Alfreðs sem báðir eru í leikbanni. Og þegar við bætist geysileg pressa og það að spila á gerfigrasi sem þeir eru ekki vanir, þá gæti þetta orðið erfiður leikur hjá þeim. En þeir hafa sýnt það áður að þeir geta klárað svona leiki og ég hef fulla trú á þeim.
Selfyssinga bíður fall um deild eftir erfitt sumar en þeir eru reynslunni ríkari og það kæmi mér ekki á óvart að þeir myndu mæta aftur til leiks í deild þeirra bestu árið 2012
Blikar í toppsætinu fyrir lokaumferðina - Selfoss fallið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2010 | 15:13
Skipstjórinn fiskar ekki
Keflavík og Njarðvík eru gamlir útgerðarbæir.
Í útgerðinni tíðkast það að skipstjórinn er ábyrgur fyrir fiskeríinu og ef hann stendur sig ekki er hann látinn fara. Í þessu tilviki valdi útgerðin (fólkið í Reykjanesbæ) sér skipstjóra (Árna Sigfússon) til að fiska fyrir sig, en þessi skipstjóri kemur ekki með bein úr sjó og veldur bara kostnaði fyrir útgerðina.
Það liggur því beinast við að reka þennan skipstjóra og ráða annan hæfari í staðinn.
Skera niður um 450 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2010 | 22:04
Óhæfur ráðherra
Hvað á að gera við ráðherra sem er ekki hæfur að gæta hagsmuni Íslendinga og lympast niður eins og hræddur krakki þegar erlent stórveldi sýnir klærnar?
Svar: Að draga hann fyrir Landsdóm fyrir vanrækslu
Steingrímur: Íslendingar munu borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.9.2010 | 21:58
"eitthvað annað"?
Stórar og mengandi verksmiðjur er það sem þessi stjórn kemur með sem útspil í endurreisn atvinnulífsins.
Var það ekki örugglega Steingrímur og hans fólk sem göluðu hvað hæst þegar Kárahnjúkaframkvæmdirnar stóðu sem hæst? Þau vildu alls ekki fá mengandi verksmiðjur inn í hið ósnortna og hreina Ísland heldur eitthvað annað. Nú situr þetta sama fólk við stjórnvölinn og er því í kjöraðstöðu til að koma þessu "eitthvað annað" í framkvæmd. Nú er bara að koma í ljós að það var ekkert á bak við gífuryrðin á sínum tíma og þau hafa engar aðrar hugmyndir en mengandi verksmiðjur.
Þvílíkt froðusnakk og lýðskrum.
Risaverksmiðja í pípunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2010 | 18:21
Fyrir hvað á að ákæra menn fyrir Landsdómi?
Hvað var það nákvæmlega sem þeir ráðherrar sem ákæra á fyrir Landsdóm gerðu saknæmt?
Mér finnst vanta inní umræðuna um aðdraganda hrunsins hvað það var sem ríkisstjórnin átti að gera til að varna því að bankarnir færu í þrot. Það hafa verið höfð uppi stór orð um athafnir og þó aðallega athafnaleysi bæði ríkisstjórnar og Seðlabankans þegar ljóst var í hvað stefndi.
Ef öllum þeim spekingum og besservissurum sem hvað harðast hafa gagnrýnt ráðamenn á þessum tíma, byðist nú að fara í tímavél aftur til byrjun árs 2008 og menn vissu að óbreyttu færu bankarnir í þrot í oktober sama ár. Hvað væri hægt að gera til að koma í veg fyrir það? Það hefur allavega ekki komið skýrt fram í fjölmiðlum hvað það var sem var gert vitlaust og hvað það var sem átti að gera til að koma í veg fyrir Hrunið?
Það var vitað að bankarnir þurftu á stóru láni að halda til að geta borgað eldri lán, annars færu þeir í þrot.
Á þessum tíma var alþjóðleg bankakreppa og erfitt að fá lán. Ef ráðamenn þjóðarinnar hefðu upplýst fólk um stöðu mála hefði það frést út í heim og bankarnir hefðu örugglega ekki fengið lífsnauðsynleg lán. Það eina sem hægt var að gera var að reyna að tala upp traust á bönkunum og það var það sem ráðamenn þjóðarinnar voru að reyna að gera.
Það er nefnilega ekki alltaf nóg að gagnrýna og koma með stórar fullyrðingar, það verður líka að koma með lausnir.
Samfylkingin frestar þingflokksfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2010 | 21:59
Fleiri en ein hlið á málinu
Þetta er vandmeðfarið mál.
Auðvitað eiga svona lög rétt á sér ef þau sporna við kvennakúgun sem er því miður landlæg meðal múslima. En verður þetta ekki til þess að múslimakarlremburnar banni konum sínum að fara út á meðal fólks?
Og svo eru alltaf hluti kvennanna sem ber þennan klæðnað af fúsum og frjálsum vilja sem part af sinni trú og sínum lífsstíl. Er ekki verið að skerða mannréttindi þeirra kvenna?
Maður spyr sig.
Frakkar setja bann við búrkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.9.2010 | 21:40
Loksins
jæja, erum við loksins að sjá fram á alvöru samkeppni á matvörumarkaðnum? Þar sem nokkrir óskyldir aðilar keppa á jafnréttisgrundvelli við að ná í viðskipti íslenskra neytenda með því að bjóða lægra verð en samkeppnisaðilinn. Vonandi verður líka Hagkaup og Bónus selt, mín vegna mætti Jóhannes gamli kaupa Bónus aftur og keppa í eðlilegri samkeppni við aðra.
10-11 til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2010 | 23:58
Hamingjusama hóran?
Það sem mig langar að vita er:
Er þessi stúlka fórnarlamb mansals eða er hún fórnarlamb yfirleitt?
Við höfum öll heyrt málflutning feministafélagsins sem talar jú fyrir hönd allra kvenna. Þær fullyrða að engin kona fari út í vændi af fúsum og frjálsum vilja og það sé alltaf einhver vondur kall á bak við þær sem neyða þær út í þessa starfsemi. Hugmyndin um Hamingjusömu Hóruna sé bara rugl.
Getur ekki bara vel verið að þessi ágæta kona sé í þessum bransa vegna þess að hún kýs það sjálf? Hún fær góðar tekjur út úr þessu og getur þar af leiðandi leyft sér þann munað sem hana langar til. Kemur það nokkrum öðrum við?
Ástkona Rooney með þrennu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ólafur Jóhannsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar