15.9.2010 | 18:21
Fyrir hvað á að ákæra menn fyrir Landsdómi?
Hvað var það nákvæmlega sem þeir ráðherrar sem ákæra á fyrir Landsdóm gerðu saknæmt?
Mér finnst vanta inní umræðuna um aðdraganda hrunsins hvað það var sem ríkisstjórnin átti að gera til að varna því að bankarnir færu í þrot. Það hafa verið höfð uppi stór orð um athafnir og þó aðallega athafnaleysi bæði ríkisstjórnar og Seðlabankans þegar ljóst var í hvað stefndi.
Ef öllum þeim spekingum og besservissurum sem hvað harðast hafa gagnrýnt ráðamenn á þessum tíma, byðist nú að fara í tímavél aftur til byrjun árs 2008 og menn vissu að óbreyttu færu bankarnir í þrot í oktober sama ár. Hvað væri hægt að gera til að koma í veg fyrir það? Það hefur allavega ekki komið skýrt fram í fjölmiðlum hvað það var sem var gert vitlaust og hvað það var sem átti að gera til að koma í veg fyrir Hrunið?
Það var vitað að bankarnir þurftu á stóru láni að halda til að geta borgað eldri lán, annars færu þeir í þrot.
Á þessum tíma var alþjóðleg bankakreppa og erfitt að fá lán. Ef ráðamenn þjóðarinnar hefðu upplýst fólk um stöðu mála hefði það frést út í heim og bankarnir hefðu örugglega ekki fengið lífsnauðsynleg lán. Það eina sem hægt var að gera var að reyna að tala upp traust á bönkunum og það var það sem ráðamenn þjóðarinnar voru að reyna að gera.
Það er nefnilega ekki alltaf nóg að gagnrýna og koma með stórar fullyrðingar, það verður líka að koma með lausnir.
Samfylkingin frestar þingflokksfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Jóhannsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.