Utanaðkomandi speki

Þessi ágæti og virti blaðamaður hefur svo sannanlega lög að mæla. Stundum er nefnilega nauðsynlegt að horfa á hlutina utanfrá til að sjá hvernig málum er háttað.

Hvað ætli hafi skeð ef Geir hefði upplýst almenning um stöðu bankanna í aðdraganda bankahrunsins eins og ýmsir besservisserar og eftiráspekingar hafa gagnrýnt Geir fyrir að gera ekki?

Fólk hefði að sjálfsögðu orðið hrætt um peningana sína og rokið til og tekið þá út, sem hefði orðið til þess að bankarnir hefðu tæmst og þeir farið á hausinn strax.

Þess í stað gerði Geir það eina rétta í stöðunni, hann reyndi að tala upp ímynd bankanna og traust svo að þeir gætu fengið lán til að bjarga sér.

Ef þessir eftiráspekingar gætu farið um borð í tímavél aftur til byrjun árs 2008 og ættu að koma í veg fyrir Hrunið, hvað hefði verið það rétta í stöðunni að gera? Það hafa þessir snillingar ekki getað bent á með sannfærandi hætti.


mbl.is ,,Hefndarþorsti og eftiráspeki"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig getur nokkrum dottið í hug að þetta svika-stefnu-kerfi hafi verið rétt, þegar fjöldi fólks hefur flúið land svika,skorts og hungurs?

Og restin er að svelta og frjósa í hel?

það þarf líklega mjög menntaða manneskju til að útskýra það fyrir mér á skiljanlegan og réttlátan hátt?

Hjálpi okkur allar góðar vættir, að hleypa svona rugli á opinbert prent!!!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.10.2010 kl. 19:53

2 identicon

Þetta er góð og sanngjörn greining hjá þér Ólafur. Þetta var bara raunveruleikinn. En frú Anna Kommúnistar er allstaðar eins, sama hvort það er í norður Kóreu Austur þýskalandi eða Sovét. Þeir ganga fyrir mannvonsku og hatri, sagan hefur kennt okkur það. Anna gríftu sögubækurnar og lestu um hörmungarnar í þessum löndum sem ég nefndi vegna kommúnista. Þeir eru alveg sömu gerða hérlendis.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 20:05

3 identicon

Það sjá allir sem sjá vilja að bankarnir voru dauðadæmdir þegar um mitt ár 2007 og ríkisstjórn GHH verður varla sökuð um að hafa fellt þá. En það er líka eins ljóst að þögnin gerði ekkert annað en að dýpka vandann, því að Icesave óx úr hömlu einmitt á þessum síðustu mánuðum fyrir hrun. Vandinn er bara sá að raunverulegir sökudólgar sleppa -- þ.e. forystumenn ríkisstjórnarinnar sem hrundu af stað bólunni uppúr 2003. GHH var fjármálaráðherra í þeirri ríkisstjórn, þannig að ef einhver er dreginn fyrir dóm er sennilega réttlátt að það sé einmitt hann.

Pétur (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 20:31

4 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Anna: Ég ætla svo sannanlega að vona að allar góðar vættir munu hjálpa okkur Íslendingum núna, ekki veitir af.

Ómar: Takk fyrir þetta, ég held reyndar að Anna sé nú ekki kommúnisti, hún er einfaldlega annarrar skoðunar en við og hún má það alveg.

Pétur: Það er rétt hjá þér að bankarnir voru komnir í erfiðleika 2007 og þurftu nauðsynlega að fá lán erlendis frá til að borga eldri lán sem voru að fara að gjaldfalla. En þá var komin alþjóðleg bankakreppa og erfitt að fá lán, sérstaklega fyrir banka sem nutu ekki trausts eins og íslensku bankarnir. Ég held að menn hafi litið svo á að fjármagnið sem streymdi inn í Landsbankann frá Icesave, myndi bjarga bankanum á meðan þessi alþjóðlega bankakreppa stæði yfir svo menn létu það afskiptalaust.

Ólafur Jóhannsson, 5.10.2010 kl. 20:54

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þetta er hárrétt hjá þessum útlenda manni -

 hitt er annað - það er búið að segja þetta hér heima líka - EN sumir virðast taka meira mark á útlendingum -

Hvað sem því líður - ekki á þessi maður hagsmuna að gæta hér - ekki fylgir hann Sjálfstæðisflokknum að málum.

Það verður fróðlegt að ajá viðbrögð vinstri manna við þessu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.10.2010 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Jóhannsson

Höfundur

Ólafur Jóhannsson
Ólafur Jóhannsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband