Færsluflokkur: Bloggar

hvað með kosningaárin 2003 og 2007?

Nú þarf að fara alla leið og birta yfirlit styrkja fyrirtækjanna til stjórnmálaflokkanna öll síðustu ár og sérstaklega á kosningaárum eins og til dæmis 2003 og 2007.

Ég held að þá komi margt athyglisvert í ljós þegar upplýst er hvaða fyrirtæki styrktu hvað mikið í aðdraganda kosninga og ef skoðað yrði hvort viðkomandi stjórnmálaflokkur beitti sér á einhvern hátt í þágu fyrirtækjanna eftir kosningar.

Það segir sig nú eiginlega sjálft að fyrirtækin eru ekki að styrkja áhrifalausann stjórnarandstöðuflokk nema þá á kosningaári.


mbl.is Samfylking opnar bókhaldið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar upplýsingar upp á borðið

Nú þegar sjálfstæðisflokkurinn hefur birt þessar upplýsingar liggur beinast við að hinir flokkarnir geri það sama. Ef ekki þá bendir það til að þeir hafi líka eitthvað að fela.

Það er augljóst að þessi fyrirtæki eru ekki að borga þessar fjárhæðir af einskærri góðmennsku, þau hljóta að vilja eitthvað í staðinn. Það er til dæmis augljóst að FL Group ætlaðist í staðinn að fá stuðning við að ná yfirráðum yfir Hitaveitu Suðurnesja og í framhaldinu að eignast REI og komast til áhrifa í almenningsfélaginu Orkuveitu Reykjavíkur. Í því sambandi er staða Guðlaugs Þórs vandræðaleg því hann var jú formaður stjórnar Orkuveitunnar.

Hvað hin félögin á listanum hafi ætlast að fá í staðinn fyrir fjárstuðninginn væri gaman að vita.

 

 


mbl.is Landsbankinn veitti 2 styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ný fjölmiðlalög?

hvað myndi gerast í pólitíkinni ef Baugur tæki upp á því að selja fjölmiðlahlutann einhverjum aðilum tengdum til dæmis sjálfstæðisflokknum ?

ætli andstæðingar gamla fjölmiðlafrumvarpsins sæu ástæðu til að setja lög á eignarhald fjölmiðla vegna þess að sjallarnir réðu þá yfir flestum fjölmiðlum?

eða myndi það skipta nokkru máli því að eigendur fjölmiðla hafa jú engin áhrif á efni þeirra.

var það ekki megin röksemd andstæðinga laganna á sínum tíma?


mbl.is Baugur selur fjölmiðla- og fjármálafélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það sem koma skal

er það ekki bara tímaspursmál hvenær þetta verður viðurkennt í samfélaginu?

í umburðarlyndu samfélagi þar sem allar tilfinningar og öll ást er viðurkennd verður þróunin á endanum til þess að ástir og tilfinningar milli foreldra og barna verður líka viðurkennd.

eða hvað?

 


mbl.is Feðgin sem eiga barn saman biðja um skilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þarft eftirlit

nú reynir á að fylgjast vel með fyrirtækjunum hvort þau laumist ekki til að hækka álagninguna í skjóli gengishruns og hvort þau hækki líka verð á gömlum lagerum sem þau keyptu inn fyrir gengishrun.

ég minni á að skattalækkun á matvæli fyrir ári síðan er öll gengin til baka og gott betur


mbl.is Samkeppniseftirlitið fylgist með umræðu um verðhækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vafasamt

mér finnst þessar aðgerðir bílstjóranna hálf vafasamar því að þær beinast gegn röngum aðila, það er saklausu fólki sem átti þarna leið um.

ég myndi styðja aðgerðir sem beindust að bensínstöðvunum, til dæmis að loka aðgengi að þeim, eða aðgerðir sem beindust að alþingi til að þrýsta á um að ríkið lækki álögur á bensín.


mbl.is Bílstjórar hætta aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

foreldrahlutverk

sá brot úr heimildarþætti í sjónvarpinu áðan um einhleypar konur sem fara í tæknifrjóvgun og ala síðan börnin upp einar.

fór að velta því fyrir mér hvort þetta væri þróunin í framtíðinni, það er einhleypar konur eignuðust börn í tæknifrjóvgun og einhleypir karlar eignuðust börn með því að ættleiða.

þá væri sú staða komin upp að börn þyrftu bara eitt foreldri, í öðru tilvikinu þyrfti barnið ekki föður og í hinu tilvikinu þyrfti það ekki móður.

væri það ekki svolítið skrítin staða?


íslenska aðferðin

íslenskir bankar hafa notað íslensku aðferðina undanfarið, það er spila djarft og taka áhættur og uppskera ríkulega þegar vel hefur gengið, en þegar niðursveifla kemur er það einhver annar sem borgar eins og til dæmis almenningur með hærri vöxtum


mbl.is Þurfa ekki að gjalda óhófs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gengissveiflur

það er eitt sem ég skil ekki varðandi gengissveiflur krónunnar. ég hef séð þegar gengið fellur þá hækkar verð á innfluttum vörum í samræmi við það, ok ég skil það.

en af hverju virkar það ekki í hina áttina,   það er ef gengið styrkist, af hverju lækka þá ekki sömu vörur?  og af hverju hækka hlutirnir um leið og gengið fellur?  ég geri ráð fyrir að fyrirtækin eigi góðann lager af vörur sem þeir keyptu inn þegar gengið var hátt, af hverju eru þær vörur líka hækkaðar?  getur verið að fyrirtækin laumist til að hækka álagninguna þegar gengið styrkist og komist upp með það vegna þess að engin segir neitt.   ef svo er er samkeppnin ekki að virka hér á landi.

er einhver þarna úti sem getur svarað mér?


hvað er til ráða?

það er staðreynd, hvort sem mönnum likar betur eða verr að erlend glæpagengi eru að festa rætur hér á íslandi.    það er alveg sama þó að fólk kalli , rasisti, rasisti  að þeim sem benda á þetta þá hverfur ekki vandamálið með því.

ég held að fólk ætti að hætta þessarri upphrópunarumræðu og fara að gera eitthvað í þessum málum, ekki bara okkar íslendinga vegna heldur líka vegna landa þessarra manna sem eru upp til hópa heiðarlegt og gott fólk en lýður fyrir gerðir landa þeirra.

ég legg til að það verði farið yfir sakaskrá og afbrotaferil innflytjenda og þeir sem hafa gerst sekir um alvarleg afbrot verði vísað úr landi.

ég veit að þetta getur verið mikil vinna að fara yfir þetta en eitthvað róttækt verður að gera áður en þessi mál fara úr böndunum. það eru fordæmi fyrir því að reka afbrotamenn úr landi samanber málefni Hells Angels

þetta gæti orðið kostnaðarsamt vegna dómsmála og fleira en í staðinn fáum við öruggara samfélag

í staðinn fyrir þessa menn sem færu gætum við boðið löndum þeirra sem væru með sitt á hreinu að koma hingað og setjast hér að

 

 


mbl.is Pólsk glæpagengi herja á aðra Pólverja hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Jóhannsson

Höfundur

Ólafur Jóhannsson
Ólafur Jóhannsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband