Færsluflokkur: Bloggar

Lausn á atvinnuleysinu?

Ég heyrði ágæta hugmynd um daginn um hvernig eigi að bregðast við atvinnuleysinu og skapa fleiri störf.  Það er að það fólk sem talar íslensku gangi fyrir með störf á Íslandi. Þeir úlendingar sem ekki nenna að leggja það á sig að læra íslensku mundi þá flytja úr landi og atvinnuleysistölurnar myndu lækka.  Hvaða vit er annars í því að þúsundir erlendra farandverkamanna séu að vinna hér á meðan atvinnuleysi ríkir í landinu?

 


mbl.is Atvinnuleysi 8% í nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnrétti í forsjármálum

Það sem vantar í þessa upptalningu er þetta:

Að jafnréttissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í forsjármálum, þannig að foreldrar hafi jafnan tíma með börnum sínum og njóti sama stuðnings frá hinu opinbera.


mbl.is Jafnréttis- og kynjasjónarmið ætíð að leiðarljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg viðskipti?

Þegar fjársterkur aðili styrkir frambjóðendur eða stjórnmálaflokk og vill fá eitthvað í staðinn er það kallað mútur og ekkert annað.

Það er eitt að vera þannig siðferðislega hugsandi að finnast það allt í lagi að taka við slíkum greiðslum.

Það er svo hin hliðin á málinu að vera þannig siðferðislega hugsandi að þykja það allt í lagi og bara eðlileg viðskipti að borga slíkar mútugreiðslur.

Er þetta kannski sama siðferðislega hugsunin og að þykja það eðlilegt að greiða forsætisráðherra þjóðarinnar 300 milljónir undir borðið?


mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað með það?

Þetta er nú ekki neitt til að hafa áhyggjur af.  Að vera alþingismaður er nú ekki merkilegasta starf í heimi.  Málið er að konur hafa ekki sama áhuga á þessu og karlar, heldur hafa áhuga á öðrum störfum sem eru alveg eins merkileg. Konur sækjast jú frekar í umönnunarstörf og störf sem felast í uppbyggjandi mannlegum samskiptum eins og kennara og hjúkrunarfræðistörf svo dæmi sé tekið. Þessi störf eru alveg jafn merkileg og alþingismannastarfið svo ég fæ ekki séð hvert vandamálið sé.

 

 


mbl.is Færri konur á framboðslistum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Línur að skýrast

Skilaboðin eru skýr. Fólk vill Sjálfstæðisflokkinn út og Vinstri Græn inn.

Það eru breytingarnar sem fólk vill sjá.

Aðrir flokkar eins og Framsókn og Samfylking eru á svipuðum stað og fyrir bankahrun og önnur framboð komast sennilega ekki inn.


mbl.is VG í sókn - Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðin að takmarkinu

Nú fer kosningabaráttan að hefjast fyrir alvöru. Mikið vildi ég að hún myndi snúast um hvaða leiðir eru til úrbóta eru bestar til að koma okkur út úr kreppunni en ekki einhverja flotta frasa sem líta vel út en er svo ekkert á bak við. Ég held að allir geti verið sammála um takmarkið, þ.e. að bæta hag landsmanna en menn greinir á um aðferðirnar til að ná þessu takmarki. Ég vona að allir flokkarnir komi með skýrar tillögur um leiðir sem þeir vilja nota til að ná þessu takmarki svo að fólkið geti valið á milli. Það er ekki nóg að koma með eitthvað sem hljómar vel eins og: "Vilja verja velferðina" ef það kemur ekki fram hvernig menn ætla að fara að því að verja hana. Það væri gaman að fá einu sinni alvöru debatt um leiðir í pólítík í staðinn fyrir þetta venjulega argaþras eins og: "Ríkisstjórnin gerði þetta eða ríkisstjórnin gerði þetta ekki eða fyrrverandi ríkisstjórn gerði þetta eða ekki".

Punkturinn er að kosningabaráttan á að snúast leiðir að takmarkinu en ekki takmarkið sjálft.


mbl.is Vilja verja velferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan stóð sig vel

Spurningin er hvort allt sé leyfilegt ef málstaðurinn er góður. Þetta fólk vill meina að það sé allt í lagi að beita lögregluna ofbeldi og yfirleitt að brjóta lög sé réttlætanlegt af því að málstaðurinn sé svo góður. En hvað með það fólk sem hefur aðra lífssýn en hústökufólkið, má það fólk beita sömu aðferðum og þetta unga fólk á Vatnsstígnum?  Mætti ég til dæmis fá nokkra félaga mína með mér í lið og ráðast inn á skrifstofu Vinstri Grænna og taka það húsnæði yfir? Með því værum við að mótmæla til dæmis stefnu ríkisstjórnarinnar og ef löggan kæmi myndum við grýta þá og berja þá. Það væri alveg réttlætanlegar aðgerðir af því að okkur finndist málstaðurinn vera réttur.

Eða er sumir málstaðir merkilegri en aðrir og ákveðin lífssýn merkilegri en aðrar?


mbl.is Búið að sleppa öllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær leikur

Þvílíkur leikur! 

Þessi viðureign fer í sögubækurnar sem ein skemmtilegasta í sögu Meistaradeildarinnar.  Tólf mörk í tveimur leikjum segir allt sem þarf. Liverpool sýndi mikinn karakter að komast inn í leikinn eftir slæmt tap á heimavelli og aftur eftir að Chelsea komst í 3-2 en urðu að lokum að játa sig sigraða. Chelsea komu sterkir til leiks í seinni hálfleik eftir slakann fyrri hálfleik og höfðu sigur.

Þessi leikur á eftir að verða klassískur!


mbl.is Gerðum sjálfum okkur erfitt fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hasar við lögregluna töff?

þetta ágæta fólk er að leita að hasar við lögregluna og ætlar væntanlega að spila sig sem fórnarlamb og reyna að láta lögregluna líta illa út. Það tilheyrir sístækkandi hópi fólks sem virðist álíta að ofbeldi og átök við lögreglu fyrir framan myndavélar sé ósköp eðlilegur hlutur til að koma sjónarmiði sínu á framfæri. Málið er nú bara þannig að þetta fólk er ekkert of merkilegt til að hlýða fyrirmælum lögreglunnar eins og við hin.
mbl.is Hústökufólk beðið um að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn á atvinnuleysinu?

Nú stefnir í 10% atvinnuleysi á Íslandi með tilheyrandi útgjöldum hjá ríkissjóði. Ekkert virðist í augsýn hjá stjórnvöldum í atvinnumálum. Fólk er jafnvel farið að leita fyrir sér erlendis með vinnu. Hvaða vit er í því að Íslendingar rífi sig upp með rótum og flytji til útlanda þegar næg vinna er á Íslandi sem unnin er af útlendingum? Er ekki kominn tími til að Íslendingar þakki þessu ágæta fólki fyrir vel unnin störf en að nú sé kominn tími til að standa upp fyrir atvinnulausum Íslendingum?  Væri ekki nær að benda útlendingunum á þessi störf sem bjóðast til dæmis í Kanada, Noregi og Svíþjóð? Eins og staðan er í dag eigum við nóg með okkur.

Eða er þetta kannski mál sem má ekki ræða á tímum pólitísks rétttrúnaðar?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Jóhannsson

Höfundur

Ólafur Jóhannsson
Ólafur Jóhannsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband