Lögreglan stóð sig vel

Spurningin er hvort allt sé leyfilegt ef málstaðurinn er góður. Þetta fólk vill meina að það sé allt í lagi að beita lögregluna ofbeldi og yfirleitt að brjóta lög sé réttlætanlegt af því að málstaðurinn sé svo góður. En hvað með það fólk sem hefur aðra lífssýn en hústökufólkið, má það fólk beita sömu aðferðum og þetta unga fólk á Vatnsstígnum?  Mætti ég til dæmis fá nokkra félaga mína með mér í lið og ráðast inn á skrifstofu Vinstri Grænna og taka það húsnæði yfir? Með því værum við að mótmæla til dæmis stefnu ríkisstjórnarinnar og ef löggan kæmi myndum við grýta þá og berja þá. Það væri alveg réttlætanlegar aðgerðir af því að okkur finndist málstaðurinn vera réttur.

Eða er sumir málstaðir merkilegri en aðrir og ákveðin lífssýn merkilegri en aðrar?


mbl.is Búið að sleppa öllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég vorkenni þér.

sigrún (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 18:08

2 Smámynd: Gísli Sigurður

djöfull er ég sammála þér.

bendi á færslu mína á [url]http://gislisigurdur.blog.is[/url]

Gísli Sigurður, 15.4.2009 kl. 18:08

3 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sigrún

Vorkennirðu mér af því að ég hef ekki sömu skoðun og þú? Af því að ég hafi hina einu réttu skoðun?

Ólafur Jóhannsson, 15.4.2009 kl. 18:15

4 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

af því að ég hafi EKKI hina einu réttu skoðun átti þetta að vera!

Ólafur Jóhannsson, 15.4.2009 kl. 18:17

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þú sérð sumsé engan mun á því að nýta eign sem er að grotna niður og sem á að rífa og því að ráðast inn á stað sem er í notkun? 

Mikið vona ég að þú sért ekki í neinni áhrifastöðu og verðir það aldrei. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 15.4.2009 kl. 18:20

6 identicon

nei vegna þess að lögreglan beitti þvílíku ofbeldi gegn ungu fólki sem var að reyna að breyta ónotuðu húsnæði í eitthvað jákvætt og uppbyggilegt. þeir notu úða á fólk sem bræddi málningu af veggjunum og ráku keðjusög upp í gegnum loft þar sem fólk sat á efri hæð. þetta er hrein morðtilraun af hálfu lögreglunnar. þeir tóku á þessu fólki eins og þau væru hryðjuverkjamenn. og allt til að vernda auðvaldið og stuðla að niðurníðslu miðbæjarins.

reyndu að kynna þér málin áður en þú talar svona. 

sigrún (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 18:22

7 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Tinna

Ég sé engan mun vegna þess að í báðum tilfellum er verið að brjóta á rétti húseigandans og réttur húseigandans á Vatnsstígnum er alveg jafn merkilegur og réttur VG.

Og mikið vona ég líka að þú verðir aldrei í áhrifastöðu fyrst þú styður svona lögbrot.

Sigrún

Ef þú vilt meina að fólkið sé í fullum rétti til að gera það sem því sýnist í þessu húsnæði, er ég þá ekki í fullum rétti til að leiga keðjusög hjá Byko og mæta á Vatnsstíginn og sveifla henni og saga allt húsnæðið sundur og saman?

Ólafur Jóhannsson, 15.4.2009 kl. 18:51

8 identicon

Þessar handtökur höfðu ekkert með hugafar þessa fólks að gera heldur það að fólkið var að brjóta lög. Þeir sem brjóta landslög verða meðhöndlaðir sem slíkir, ef þeir eru ósáttir við lögin verða þeir að snúa sér að löggjöfinni sjálfri en þau verða að beygja sig undir þau lög sem í gildi eru hverju sinni. Það er ekkert að því að leika sér í mannlausum húsum en þú gerir það ekki í leyfisleysi eigandans og þó ég tali nú ekki um í óþökk hans. Þau áttu bara að tala við eigandann fyrst, hver veit nema þau hefðu getað komist að samkomulagi um sanngjarna leigu.

Axel (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 19:00

9 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ólafur: þú getur varla með góðri samvisku borið það saman að skemma húsið og að reyna að flikka upp á það.

Annars máttu sjálfsagt mæta með keðjusög á Vatnsstíginn...ef þú ert í löggunni.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 15.4.2009 kl. 19:59

10 identicon

Tinna: Í báðum tilvikum er um lögbrot að ræða og það er alltaf hlutverk lögreglu að koma í veg fyrir slíkt.

Axel (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 20:14

11 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Flott. Ég fer þá í að benda þeim á hin fjölmörgu lögbrot sem framin voru um páskana þegar börn undir fjórtán ára aldri voru fermd án sérstakrar undanþágu biskups. Ég skal líka hringja í hvert skipti sem ég sé einhvern drekka áfengi undir beru lofti, henda svo mikið sem sígarettustubb á götuna, aka án bílbeltis eða með bilað ljós.

Lögbrot er lögbrot. Heldurðu að löggan verði ekki hress að fá hjálp hjá mér við að stöðva alla þessa hrikalegu glæpi? 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 15.4.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Jóhannsson

Höfundur

Ólafur Jóhannsson
Ólafur Jóhannsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband